Saga


Saga - 2016, Page 158

Saga - 2016, Page 158
brugðist var við beitingu valds fremur en hvernig því var beitt og það hugsað. Þessi síðari skilningur er ítrekaður víðar í kenningamiðuðum inngangs- kafla doktorsefnis, m.a. þar sem segir: „Með þetta rannsóknarefni væri hægt að drepa niður fæti hvar sem er í samfélagi 19. aldar og finna þar efnivið.“ Í kjölfarið skýrir hann val sitt á vistarskyldunni sem vettvangi til að greina valdaafstæður á þann veg að þar sé „[e]in skýrasta, en jafnframt marg- slungnasta, birtingarmynd þessara valdaafstæðna, þessarar þjóðfélags gerð - ar stigveldis, …“. Doktorsefnið tvinnar svo þessa tvo þræði saman í rit- gerðinni þegar hann segir stuttu síðar: „Ritgerðin fjallar þannig í stuttu máli um valdaafstæður vistarskyldu á Íslandi á 19. öld, en um leið snertir hún á mörgum öðrum þáttum samfélagsins“ (bls. 3). Jafnframt er það erindi rit- gerðarinnar að „rannsaka félagsgerð íslensks samfélags á fyrri tíð í ljósi atbeina undirsáta, og sér í lagi valdaafstæður þess í ljósi átaka og andófs …“ (bls. iii). Þannig má segja að sjónarhorn (eða hornauga) doktorsefnis flakki milli þess að beinast að vistarbandi, valdaafstæðum og félagsgerð. Því er þeirri spurningu beint til doktorsefnis hvaða augum hann lítur spurninguna um viðfangsefni ritgerðarinnar. Hugtök, verkfæri, orðfæri Í greiningu doktorsefnis á samspili milli valds og andófs til sveita á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar er öðru fremur byggt á skrifum tveggja fræðimanna, kenningum um hversdagsandóf (James C. Scott) og valdaafstæður (Michel Foucault). Áherslan er því á að skoða hvernig fólk brást við valdboði og reglum samfélagsins. Það er ekki verið að skoða hugmyndafræði eða fyrir- ætlanir stjórnvalda eða húsbænda heldur hvaða svigrúm almenningur, sem í þessu tilfelli var bundinn vistarbandi, hafði til að hafa áhrif á eigið líf. Í ítarlegum kafla um kenningalega nálgun leggur doktorsefni áherslu á fimm hugtök til greiningar: undirsátar, valdaafstæður, atbeini, siðræn ögun og andóf. Segja má að þessi lykilhugtök séu í senn greiningartæki og viðfangs- efni doktorsefnis. Ég ætla að leyfa mér að hnika aðeins til röð þessara atriða — einkum með tilliti til mikilvægis eins og það birtist mér. Valdaafstæður Valdaafstæður er annað af lykilhugtökum í greiningu doktorsefnis á við - fangs efni sínu og er, að sumu leyti, jafnvel viðfangsefnið sjálft. Út frá þeirri sýn að ritgerðin fjalli framar öðru um valdaafstæður má segja að hún beri í sér umtalsverð nýmæli sem felast í sjónarhorni doktorsefnis, túlkunum hans og greiningu á viðfangsefni sem var mikið til umræðu innan og í kjölfar svo- nefndrar söguendurskoðunar í íslenskri sagnritun á 9. og 10. áratug tuttug- ustu aldar, þ.e. hinu svonefnda og alræmda vistarbandi. Í stuttu máli hafnar andmæli156 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 156
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.