Saga - 2016, Blaðsíða 162
efni sitt. Því langar mig að biðja doktorsefnið að draga þá sýn saman og
ræða hvort og þá hvernig þessar fræðilegu nálganir lenda í mótsögnum
hver við aðra?
Heimildir og rýni
Samspil valds og andófs er mikilvægt í rannsókninni, siðræn ögun vistar-
bandsins og sá núningur sem af togstreitunni hlaust. Til að rannsaka iðkun
þessarar togstreitu er leitað í smiðju dóma- og þingbóka frá 19. öld, þar sem
brot á vinnulöggjöfinni komu til kasta sýslumanna í héraði. Síðari helming -
ur hins kenningalega kafla ritgerðarinnar beinist að heimildum og heimild-
arýni og stöðu þekkingar á sviði rannsóknarinnar. Þar fjallar doktorsefnið
m.a. gagnrýnið um ritaðar heimildir sem eru runnar frá framkvæmd laga,
einkum um vitnisburði dóma- og þingbóka. Þessi flokkur heimilda er ýmist
nefndur réttarheimildir eða réttarfarsheimildir í ritgerðinni. Síðara hugtakið
hefur þann kost að rekast ekki á lögfræðilega merkingu eins og orðið réttar -
heimild gerir vissulega. Þar er m.a. vikið að huglægum og menningarlegum
hliðum laga og réttar, eins og þau birtust í hugmyndafræði Magnúsar
Stephensen um samfélagslegan tilgang laga og framkvæmd þeirra.
Þetta er mikilvægt fyrir greiningu doktorsefnis því hann heldur fram
eftirfarandi sjónarmiði, byggðu á lestri á viðhorfi Magnúsar: „Gildandi lög-
gjöf, eftirfylgni hennar og framkvæmd má líta á sem tæki til siðrænnar
ögunar og á þeim forsendum er notast við slíkar heimildir í þessari ritgerð“
(bls. 36). en eins og í ritgerðinni tekur doktorsefni fram að þetta sé ekki
óumdeild eða sjálfgefin sýn. Hann ræðir þau viðhorf að lögum sé fyrst og
fremst ætlað að útkljá vandamál sem upp koma (Jón Jónsson, Gísli Gunnars -
son) eða endurspegla ríkjandi gildi og viðmið samfélags (Gísli Ágúst
Gunnlaugsson, Sigurður Líndal). Hvorug nálgunin gerir ráð fyrir ágreiningi
eða aðgreiningu og átökum líkt og sjónarhorn Magnúsar Stephensens og
doktorsefnis.
Það er ákveðin heildarhyggja fólgin í því sjónarmiði að samfélagið sem
einhvers konar óbrotin heild noti löggjöf til að leysa aðkallandi vandamál
og formgeri með því sameiginleg gildi. „Þvert á móti“, skrifar doktorsefni,
„bera lög því vitni hvernig samfélagslegt vald fólst (og felst) m.a. í því að
geta skilgreint og lögfest í nafni heildarinnar tiltekin gildi og hagsmuni sem
hin einu réttu, ásættanlegu eða leyfilegu“ (bls. 37–38). Doktorsefni nefnir þá
sýn sem hann og Magnús Stephensen deila (kannski frá ólíkum sjónarhóli
þó) átakasýn, þ.e. viðurkenningu á því að lögin og framkvæmd þeirra birti
aðeins gildi og hagsmuni sumra og séu því ágreiningsefni á hverjum tíma
(sjá bls. 37).
Í ljósi þessa gerir doktorsefnið grein fyrir því hryggjarstykki frumheim-
ilda sem rannsókn hans byggist á, þ.e. heimildum sem urðu til við eftir -
fylgni og framkvæmd gildandi löggjafar. „Þær eru afurð átaka um innihald
andmæli160
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 160