Saga


Saga - 2016, Side 171

Saga - 2016, Side 171
strika framandleikann þegar í búi fyrrnefndra rektorshjóna fannst bæði „kamera obscura“ og „eitt microscop“. Upphafsstafi og greinarmerki setur hann á eigin ábyrgð og léttir það stórum lesturinn. Stundum er samhengið þó tvírætt og torvelt að setja greinarmerki nema velja milli merkinga. Lesandi getur t.d. skoðað baðstofupartinn sem lýst er í nr. 71 á bls. 360 og prófað að breyta lýsingunni í ýmsar áttir með kommusetningu. Þennan baðstofupart nefni ég þó ekki fyrst og fremst sem torskilinn texta og útgáfuvanda heldur sem dæmi um það hvað fróðlegt er að lesa sig gegnum þessar heimildir. ekki aðeins til að fá innsýn í líf og kjör einstakra persóna heldur líka almennari atriði. eitt af mörgu sem kom mér á óvart, þegar ég fór að lesa eignaskrár dánarbúanna, var að sjá að leiguliðar sjálfir áttu meira og minna af húsakosti jarðanna, ekki aðeins útihús heldur eitthvað af bæjarhúsunum sjálfum eða a.m.k. innréttingu þeirra. Tíu dánarbú á Ingjaldssandi við Önundarfjörð (bls. 339–368), frá öllum sex bæjum sveitarinnar, tengjast sjóslysum í sama manndrápsveðrinu, vorið 1812. Sex hinna látnu voru bændur á leigujörðum eða jarðarpörtum. einn hafði átt fjárhús, hesthús, skemmu, hjall og naust, hinir líka meira eða minna af útihús- um. Af bæjarhúsunum sjálfum höfðu tveir átt stubb af baðstofunni, eitt „staf- gólf“, með allri innréttingu, annar þeirra auk þess eldhús, búr og „dyraloft“ (yfir bæjardyrum, geymslupall eða svefnloft?), hinn að því er virðist svefnloft í baðstofunni umfram sitt eigið stafgólf. Sá þriðji átti dyraloft, loftstiga og „pall“ (svefnloft) í baðstofu með rúmstæði, fjórði „baðstofu fjalir með rúmi“ (þ.e. timburþil innan á torfveggnum og rúm undir), fimmti „tíu fjalir í baðstofu með rúmstokkum“. Þannig voru húsakynnin í býsna óreglulegri sameign jarðeiganda og ábúanda. Þetta var kannski ekki eins algengt í öðrum sveitum og á öðrum tímum (þó að margnefndur rektor ætti sjálfur eitt þil í Hóla - vallarskóla) en býsna forvitnilegt. Sama má segja um fjölmargt sem þolin - móður lesandi rekur smám saman augun í. Til dæmis hvernig af og til er vikið frá erfðalögum til að láta dætur erfa til jafns við syni, eða að eftirlifandi maki afsali sér arfi (umfram sinn helming af sameigninni) til að auka hlut barnanna. eða hvað fram kemur um kaupstaðarskuldir sem hvíla á mörgum dánarbúum og eru stundum að einhverju leyti gefnar eftir, a.m.k. eftir sviplegt fráfall. Þá er gaman að sjá, þegar heilu bændaheimilin eru skrifuð upp, hvaða vitnisburð þar má greina um sjósókn — jafnvel sem aðalatvinnu — smíðar eða annað bjargræði. Og svo alls konar óvænt fróðleikskorn, eins og að fólk sofi undir skinnsængum sem metnar eru til verðs eftir vigt. Þetta, og margt hliðstætt, er ekki aðeins fróðlegt að lesa heldur beinlínis rannsóknarefni og í því efni reynast skjöl dánarbúanna merkilega auðugar heimildir. Þar við bætast rannsóknarefni eins og verðlagssaga. Bókin er full af nákvæmu verðmati á alls konar hlutum, sem maður áttar sig ekki svo mjög á við einfaldan lestur en væri stórmerkilegt í skipulegri úrvinnslu; sama um bústofn, bókaeign og fjölmargt annað. Þessi bók er samt ekki skipulögð sem heimildaútgáfa fyrir síðari rann- ritdómar 169 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 169
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.