Saga - 2016, Side 180
holt er ekki í Biskupstungum, eins og höfundur segir að minnsta kosti
fjórum sinnum (bls. 240, 284, 292 og 404), heldur í Hrunamannahreppi.
Hvers vegna segi ég „að minnsta kosti“? Nennti ég ekki að fletta Hvítárholti
upp í nafnaskrá? Jú, en það er bara hvorki nafna- né atriðisorðaskrá í bók-
inni. Það er versti gallinn á tæknilegum frágangi hennar.
Af efnislegum annmörkum vel ég líka einn. Í bókinni segir að bruna -
kuml séu „með öllu óþekkt“ á Íslandi (bls. 427). en ég hygg ótvírætt að
fundist hafi brunakuml á Hrísbrú í Mosfellssveit og vísa um það í bókina
Viking Archaeology in Iceland. Mosfell Archaeological Project, sem Davide Zori
og Jesse Byock gáfu út 2014, bls. 14.
Þá er eftir að ræða mikilvægustu og frumlegustu tilgátu bókarinnar, að
jarðhýsið við Hólm hafi verið blóthús. Fyrst er þess að geta, sem Bjarni gerir
ekki, að nafnið blóthús kemur nokkrum sinnum fyrir í íslenskum miðalda-
textum. Oftast er það notað um guðshús heiðingja í öðrum löndum (Ordbog
over det norrøne prosasprog II (2000), bls. 506). en það kemur líka þrisvar sinn-
um fyrir í Íslendingasögum um hús á Íslandi og virðist þá vísa til tilbeiðslu-
húsa sem einstaklingar, bændur, áttu á heimilum sínum. eitt er nefnt í
Vatnsdæla sögu, eitt í Droplaugarsona sögu og eitt í Harðar sögu (Íslenzk
fornrit VIII (1939), bls. 69; XI (1950), bls. 146; XIII (1991), bls. 91). Hólmshúsið
er óneitanlega nokkuð langt frá bænum, eða nokkrum þekktum bæ, til að
sennilegt geti talist að það hafi verið slíkt hús. Norræn blóthús, sem sagt er
frá í bókinni, voru annaðhvort lítil hús heima við bæi eða stór hús í þéttbýli,
segir höfundur (bls. 348).
Hvað er aftur á móti talið mæla með því að húsið hafi verið blóthús? Í
lokakafla dregur Bjarni saman í átta punkta það sem kenning hans byggist
helst á (bls. 430). Ég mæti þeim hér sem sannur efasemdamaður:
1. „Hóllinn … er vel afmarkaður og sýnilegur í landinu um 230 m frá
samtíða bæ. Á milli er rennandi vatn … yfir og á bak við „gnæfir“
Selmýrarhryggurinn og bein sjónlína er frá bæjarstæðinu.“ — Hér
finn ég ekkert svo sérkennilegt að það geri staðinn að líklegum helgi -
stað.
2. „Á hólnum eru kuml og jarðhýsi nokkra metra hvort frá öðru, bæði
frá víkingaöld.“ — Höfundur hefur ekki leitt hinar minnstu líkur að
því að tíðkast hafi í heiðni að grafa lík í nágrenni við blótstaði.
3. „Á hólnum … eru eldstæði og seyðir sem allir hafa verið utandyra.“
— Hvernig bendir það til helgistaðar? ef gert er ráð fyrir að þarna
hafi verið eldað í blótveislur var ekkert hús þar til að taka á móti
mannfjölda.
4. „Á hólnum er stoðarholupar sem bendir til þess að þar hafi verið hlið
eða inngangur inn á svæðið (hið helga vé).“ — Þetta eru bara tvær
holur ofan í jörðina. Allt annað er skáldskapur.
5. „Á hólnum er fremur jöfn dreifing á eldsprungnum soðsteinum um
allan hólinn … Um allan hólinn var einnig mannvistarlag með viðar-
ritdómar178
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 178