Saga


Saga - 2016, Page 180

Saga - 2016, Page 180
holt er ekki í Biskupstungum, eins og höfundur segir að minnsta kosti fjórum sinnum (bls. 240, 284, 292 og 404), heldur í Hrunamannahreppi. Hvers vegna segi ég „að minnsta kosti“? Nennti ég ekki að fletta Hvítárholti upp í nafnaskrá? Jú, en það er bara hvorki nafna- né atriðisorðaskrá í bók- inni. Það er versti gallinn á tæknilegum frágangi hennar. Af efnislegum annmörkum vel ég líka einn. Í bókinni segir að bruna - kuml séu „með öllu óþekkt“ á Íslandi (bls. 427). en ég hygg ótvírætt að fundist hafi brunakuml á Hrísbrú í Mosfellssveit og vísa um það í bókina Viking Archaeology in Iceland. Mosfell Archaeological Project, sem Davide Zori og Jesse Byock gáfu út 2014, bls. 14. Þá er eftir að ræða mikilvægustu og frumlegustu tilgátu bókarinnar, að jarðhýsið við Hólm hafi verið blóthús. Fyrst er þess að geta, sem Bjarni gerir ekki, að nafnið blóthús kemur nokkrum sinnum fyrir í íslenskum miðalda- textum. Oftast er það notað um guðshús heiðingja í öðrum löndum (Ordbog over det norrøne prosasprog II (2000), bls. 506). en það kemur líka þrisvar sinn- um fyrir í Íslendingasögum um hús á Íslandi og virðist þá vísa til tilbeiðslu- húsa sem einstaklingar, bændur, áttu á heimilum sínum. eitt er nefnt í Vatnsdæla sögu, eitt í Droplaugarsona sögu og eitt í Harðar sögu (Íslenzk fornrit VIII (1939), bls. 69; XI (1950), bls. 146; XIII (1991), bls. 91). Hólmshúsið er óneitanlega nokkuð langt frá bænum, eða nokkrum þekktum bæ, til að sennilegt geti talist að það hafi verið slíkt hús. Norræn blóthús, sem sagt er frá í bókinni, voru annaðhvort lítil hús heima við bæi eða stór hús í þéttbýli, segir höfundur (bls. 348). Hvað er aftur á móti talið mæla með því að húsið hafi verið blóthús? Í lokakafla dregur Bjarni saman í átta punkta það sem kenning hans byggist helst á (bls. 430). Ég mæti þeim hér sem sannur efasemdamaður: 1. „Hóllinn … er vel afmarkaður og sýnilegur í landinu um 230 m frá samtíða bæ. Á milli er rennandi vatn … yfir og á bak við „gnæfir“ Selmýrarhryggurinn og bein sjónlína er frá bæjarstæðinu.“ — Hér finn ég ekkert svo sérkennilegt að það geri staðinn að líklegum helgi - stað. 2. „Á hólnum eru kuml og jarðhýsi nokkra metra hvort frá öðru, bæði frá víkingaöld.“ — Höfundur hefur ekki leitt hinar minnstu líkur að því að tíðkast hafi í heiðni að grafa lík í nágrenni við blótstaði. 3. „Á hólnum … eru eldstæði og seyðir sem allir hafa verið utandyra.“ — Hvernig bendir það til helgistaðar? ef gert er ráð fyrir að þarna hafi verið eldað í blótveislur var ekkert hús þar til að taka á móti mannfjölda. 4. „Á hólnum er stoðarholupar sem bendir til þess að þar hafi verið hlið eða inngangur inn á svæðið (hið helga vé).“ — Þetta eru bara tvær holur ofan í jörðina. Allt annað er skáldskapur. 5. „Á hólnum er fremur jöfn dreifing á eldsprungnum soðsteinum um allan hólinn … Um allan hólinn var einnig mannvistarlag með viðar- ritdómar178 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 178
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.