Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 14

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 14
12 margir hellar sem hægt er að sigla inn í og eins margir sem ein- ungis er hægt að sjá en ekki komast að. Þessir hellar eru ólýsanlega litskrúðugir og fuglalífið í mörgum þeirra ótrúlegt. Við Suðurey hittum við mann á slöngubáti og sagði hann að hvalir væru rétt vestan við okkur svo að skipstjórinn setti stefnuna í átt að Álsey og Brandi og þar fengum við að sjá hvali synda fram og til baka og var þetta skemmtileg viðbót við siglinguna okkar. Við sigldum næst inn í stóran helli sem heitir Fjósin en hann er í Stórhöfða og er eingöngu hægt að komast inn í hann frá sjó. Mörgum finnst Kafhellir fallegasti hellirinn en hann er í kletti sem heitir Hæna. Magnaður klettur, sem er eins og fíll og heitir Fíll, var næstur á leið okkar og síðan Stóri-Örn og Litli-Örn en þeir eru enn einir klettadrangarnir sem við sigldum fram hjá. Við sigldum fram hjá skeri sem heitir Latur en þar hvíldu menn sig oft áður en þeir reru róðrarbátum sínum síðasta spölinn inn í höfnina. Við sigld- um að lokum inn í Klettshelli þar sem Sigurmundur tók fram saxófón og spilaði fyrir okkur eitt af lögum Ása í Bæ en hljóm- burðurinn er engu líkur þar. Við komuna í land tók Unnur við okkur aftur. Hún fór með okkur um nýja hraunið og sýndi okkur hvar verið var að moka hús úr hrauninu. Húsið er ótrúlega heilt og verða allir innan stokks- munir, sem inni í húsinu voru fyrir gos, hafðir ósnertir þegar upp- grefti lýkur. Húsið verður safn og er verið að koma upp mikl um mannvirkjum í kringum það. Verður spennandi að fylgjast með því. Við fórum upp á Stórhöfða, syðsta byggða ból á Íslandi. Við vorum bara heppin því að við höfðum smá vind en mesti vindhraði sem mælst hefur þar er 119 hnútar, sem samsvara 220 km á klukkustund. Við fegum líka góða sýn og gátum séð af landi sem við stuttu áður höfðum séð af sjó. Við keyrðum að baðkarinu sem Guðlaugur Friðþórsson fékk sér að drekka úr eftir frækilegt afrek þegar Hellisey VE 503, bátur sem hann var skipverji á, fórst og drukknuðu þar fjórir félagar hans. Við héldum ferðinni áfram og fórum í lundinn hennar Gauju. Það var árið 1988 sem hjónin Guðfinna Ólafsdóttir (Gauja) og Erlendur Stefánsson tóku í fóstur lítinn skika í nýja hrauninu. Eyja menn sem vildu gátu tekið skika í fóstur og var með því verið að reyna að fá fólk til að græða upp. Jarðvegurinn var lélegur en með vinnu og útiveru var vonast til að fólk vildi vera með í þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.