Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 41

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 41
39 og rennur í Hrútafjarðará. Skútagil er nokkurn veginn beint í austur frá Hæðarsteini. Ótal sagnir eru til um hrakninga og villur ferðamanna á Holta- vörðuheiði í gegnum tíð ina enda er heiðin veðrasöm og fátt um regluleg kennileiti. Til dæmis er sagt að hópur vermanna á leið suður til sjóróðra að vetrarlagi hafi lent í vondu veðri og villst til vesturs og gengið 18 saman fram af fjalli og fórust allir. Síðan heitir fjallið Bani, það er vestur við Bröttubrekku. Í gegnum aldirnar hafa eflaust margir týnt lífi á þessum fjall- vegi enda segja þeir sem skyggnir eru að það sé margt á sveimi á heiðinni sem öðrum er hulið. Sæluhús þau sem reist voru á heiðinni þóttu hin mestu draugabæli og sum þeirra lögðust af vegna reim leika. Þegar komið er upp úr Hæðarsteinsbrekku er allstór hæð austan vegar. Hún heitir Bláhæð (424 m y.s.), þar er mikið malarnám sem er orðið sjáanlegt lýti og spjöll á land - inu. Litlu norðar er komið á háheiðina, þar er víðsýnt í góðu skyggni. Norður af Trölla kirkju er Klambrafell, svo Haukadalsskarð og Geld ingafell (820 m y.s.) með tveim hnúk um mót austri. Til aust- urs blasir við Sléttafell, ávalt og bungumyndað, á miðjum afrétti Hrútfirðinga og Miðfirðinga, enn austar er Krákur á Stórasandi og við bestu skilyrði sést toppurinn á Mælifellshnúk. Í suðaustri eru Eiríksjökull, Langjökull og Strúturinn. Til suð urs Okið, sem er nú að hverfa sem jökull, og Skarðsheiðin. Í suðvestri Baula. Til norðurs sjást Strandafjöll, Húnaflói og Hrútafjörður og í norð- austri Vatnsnesfjall og Víðidalsfjall. Í lægðinni milli háheiðar inn- ar og Tröllakirkju er allstórt stöðuvatn, það heitir Holtavörðu- vatn. Þar eru upptök Norðurár sem fellur úr því til suðurs og niður Norðurárdal. Þegar komið er nokkuð norðar á heiðina, á svonefndum Grunnavatnshæðum, stendur varða við gamla veginn sem sést af núverandi vegi en allmikið vestar. Hún nefnist Kon ungsvarða og er hlaðin af vegagerðarmönnum til minningar um för dönsku konungshjón anna norður yfir Holtavörðuheiði 1936. Þá var verið að vinna við vegalagningu á heiðinni og mikill fjöldi manna þar í vinnu. Sagan segir að bílalest konungsins hafi stansað hjá vega- gerðarflokknum og konungur stigið út úr bílnum og gengið út á holt eitt og kastað af sér vatni og mælt svo fyrir að hér skyldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.