Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 30

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 30
28 Átthagafélagsins. Vonandi þykir þeim sem til þekkja gaman að rifja upp þetta tímabil í sögu félagsins en fyrst og fremst vonast ég til að geta lagt mitt af mörkum til að skila sögu félagsins inn í framtíðina fyrir áhugasama lesendur Strandapóstsins. Þorrablót Félagið hefur staðið fyrir þorrablóti á hverju ári og komst sú hefð á fljótlega eftir að það var stofnað eftir því sem ég best veit. Þegar ég kom inn í skemmtinefndina á sínum tíma var þorrablótið með öðru sniði heldur en er nú því að þá var hvorki keyptur tilbúinn matur né veitingaþjónusta. Skemmtinefndin sá alfarið um allan undirbúning, veitingar og þjónustu á meðan á þorrablótinu stóð. Hið eina sem var aðkeypt var salurinn, hrá- efni í matargerð og hljómsveit. Skipulagning fyrir þorrablótið byrjaði oftast þegar stjórn og skemmtinefnd hittust á haustin og voru línur vetrarstarfsins þá lagðar. Sal þurfti að bóka með góðum fyrirvara og var það jafn- vel gert árið áður en yfirleitt dugði að bóka hljómsveit með minni fyrirvara. Aðalundirbúningurinn fyrir þorrablótið byrjaði yfirleitt í vikunni fyrir þorrablótshelgina. Þá var farið að útvega hráefni í matargerðina og annað sem þurfti vegna borðhaldsins. Matseldin sjálf fór að mestu fram á föstudeginum, daginn fyrir blótið. Allur matur var soðinn, skorinn og hafður til heima hjá einhverjum í skemmtinefndinni og farið með hann daginn eftir í veislusalinn. Um hádegið á laugardeginum var mætt í salinn til að undirbúa borðhaldið og gera klárt fyrir kvöldið. Seinni partinn skutumst við í skemmtinefndinni svo aðeins heim til að skipta um föt og gera okkur klár fyrir kvöldið. Þar sem engin veitingaþjónusta var keypt til verksins þurfti skemmtinefnd að sjá um þau verk á meðan á veislunni stóð. Það þurfti að bera fram nýtt á borðin og bæta á bakkana, vaska upp og ganga frá. Það var því ekki fyrr en upp úr miðnætti sem skemmtinefndin komst að einhverju ráði fram í sal til að skemmta sér. Þegar ég kom inn í skemmtinefnd var félagsstarfið nokkuð kynjaskipt eins og tíðarandinn var á þeim tíma. Það voru því lengst af nær eingöngu karlmenn í stjórn félagsins og konur í skemmtinefnd. Þetta breyttist aðeins þegar við fórum að láta stjórn og skemmtinefnd vinna saman þar sem allur hópurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.