Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 63
61
Bæjarþrælinn innar, norðan við öxlina er skilur lönd bæjanna.
Heita það síðan Þrælahaugar. Þá getur Finnur þess að Jón Þórðar-
son (1828–1916), er bjó í Skálholtsvík, hafi, er hann dvaldi sem
vinnumaður í Bæ, grafið í hauginn er nær var og fundið þar
mannabein. Niður af bænum er sléttlendi sem nú er orðið að
túni, var áður áveita og grasgefið slægjuland. Neðan við veituna,
er svo var kölluð, er allstór stakur hóll. Hann heitir Álfhóll og er
sagður bústaður huldufólks og sunnan í hólnum er álagablettur,
brekka sem ekki má slá. Það henti þó bónda einn í Bæ að slá
brekkuna og þá fótbrotnaði reiðhestur hans og var það talið
álög unum að kenna. Eins er talið að ekki megi gera neitt jarð-
rask í hól þessum eigi vel að fara enda hefur hann verið friðaður
fyrir öllu slíku af núverandi ábúendum.
Niður við sjóinn er að finna nákuðungslög sem eru friðlýstar
náttúruminjar.
Neðan við Álfhól gengur nes fram í sjó kallað Bæjarnes. Fyrir
landi eru Bæjarey sunnan við nesið, að norðan er Baldhólmi og
fleiri sker. Hér er dúntekja til hlunninda og selveiði var allnokkur
meðan hún var stunduð og selskinn voru markaðsvara.
Hæðin vestur af bænum heitir Sviða. Þar yfir liggur vegslóði
upp í Bakkadal að eyði býlunum Jónsseli og Bakkaseli. Efst á Sviðu
eru smávötn eða tjarnir sem við er tengd þjóðsaga. Á að vera
nykur í annarri eða kálfur því að sagan er til í tveimur útgáfum.
Í hinni tjörninni drukknaði kerling ein sem Imba hét og bar hún
með sér rokk sinn. Þarna er talið reimt og mjög villugjarnt og
þykjast menn sem fara þarna um í myrkri eða ískyggi legu veðri
hafa heyrt ámátlegt baul í kálfinum og kerlinguna þeyta rokk
sinn ákaflega. Þá sögu og fleiri hefur Skúli Guðjónsson fært í
letur og birt í Strandapóstinum, 8. árgangi, 1974.
Ljótunnarstaðir
Ljótunnarstaðir eru fornt lögbýli sem var áður í eigu Prests-
bakka kirkju en varð bændaeign 1909 er Guðjón Guðmundsson
keypti jörðina af kirkjunni. Bærinn stendur á hól neðan vegar.
Upp frá bænum eru litlar klettaborgir og sunnan undir þeim
lítil skjólsæl brekka kölluð Ljótunnarstaðabrekka. Hún var kunn-
ur áningarstaður ferðamanna meðan hestar voru helsta sam-
göngu tækið og lestarferðir tíðkuðust. Milli Bæjar og Ljótunnar -