Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 63

Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 63
61 Bæjarþrælinn innar, norðan við öxlina er skilur lönd bæjanna. Heita það síðan Þrælahaugar. Þá getur Finnur þess að Jón Þórðar- son (1828–1916), er bjó í Skálholtsvík, hafi, er hann dvaldi sem vinnumaður í Bæ, grafið í hauginn er nær var og fundið þar mannabein. Niður af bænum er sléttlendi sem nú er orðið að túni, var áður áveita og grasgefið slægjuland. Neðan við veituna, er svo var kölluð, er allstór stakur hóll. Hann heitir Álfhóll og er sagður bústaður huldufólks og sunnan í hólnum er álagablettur, brekka sem ekki má slá. Það henti þó bónda einn í Bæ að slá brekkuna og þá fótbrotnaði reiðhestur hans og var það talið álög unum að kenna. Eins er talið að ekki megi gera neitt jarð- rask í hól þessum eigi vel að fara enda hefur hann verið friðaður fyrir öllu slíku af núverandi ábúendum. Niður við sjóinn er að finna nákuðungslög sem eru friðlýstar náttúruminjar. Neðan við Álfhól gengur nes fram í sjó kallað Bæjarnes. Fyrir landi eru Bæjarey sunnan við nesið, að norðan er Baldhólmi og fleiri sker. Hér er dúntekja til hlunninda og selveiði var allnokkur meðan hún var stunduð og selskinn voru markaðsvara. Hæðin vestur af bænum heitir Sviða. Þar yfir liggur vegslóði upp í Bakkadal að eyði býlunum Jónsseli og Bakkaseli. Efst á Sviðu eru smávötn eða tjarnir sem við er tengd þjóðsaga. Á að vera nykur í annarri eða kálfur því að sagan er til í tveimur útgáfum. Í hinni tjörninni drukknaði kerling ein sem Imba hét og bar hún með sér rokk sinn. Þarna er talið reimt og mjög villugjarnt og þykjast menn sem fara þarna um í myrkri eða ískyggi legu veðri hafa heyrt ámátlegt baul í kálfinum og kerlinguna þeyta rokk sinn ákaflega. Þá sögu og fleiri hefur Skúli Guðjónsson fært í letur og birt í Strandapóstinum, 8. árgangi, 1974. Ljótunnarstaðir Ljótunnarstaðir eru fornt lögbýli sem var áður í eigu Prests- bakka kirkju en varð bændaeign 1909 er Guðjón Guðmundsson keypti jörðina af kirkjunni. Bærinn stendur á hól neðan vegar. Upp frá bænum eru litlar klettaborgir og sunnan undir þeim lítil skjólsæl brekka kölluð Ljótunnarstaðabrekka. Hún var kunn- ur áningarstaður ferðamanna meðan hestar voru helsta sam- göngu tækið og lestarferðir tíðkuðust. Milli Bæjar og Ljótunnar -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.