Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 68

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 68
66 er reist var ný rétt á Stóru-Hvalsá. Norðan við Réttartanga er Brimvík. Þar fyrir utan er land Litlu-Hvalsár. Fyrir góðvilja ábúenda fékk Ungmennafélagið Harpa aðstöðu til íþróttavallargerðar á sléttum mel rétt ofan þjóðvegar. Þar hefur félagið komið sér upp þokkalegum afgirtum íþróttavelli til æfinga og mótahalds. Árið 1882 var mikið hallæri hér við land. Stórkostlegur fellir varð á búfé og fólk leið hungur. Hafís fyllti fjörðinn en fram undan Kollsá var nokkuð stór vök. Þar lokaðist inni stórhveli sem ekki komst neitt fyrir samfrosta ís. Kollsárbóndinn, sem þá var Tómas Jóns son, hagur vel og annálaður sjósóknari, smíðaði lagvopn og vann á hvalnum með hjálp heimamanna. Þetta var steypireyður, 30 álna löng. Þetta varð mikil matbjörg fyrir ná - grennið. Húsráðendur á Kollsá gáfu megnið af hvalnum svo ekki var hvalurinn veiddur í auðgunarskyni. Eftirmál urðu nokkur þar sem Gilsbakkakirkja í Hvítársíðu taldist eiga hlut í hvalreka á Kollsá. Gerði presturinn á Gilsbakka, séra Magnús Andrés son, sér ferð norður í Hrútafjörð og fékk sýslumann Stranda sýslu, Sigurð E. Sverrissen í Bæ, með sér að Kollsá til að heimta hlut kirkjunnar. Tómas harðneitaði þessum kröfum, ekki væri um reka að ræða heldur hefði hvalurinn verið veiddur úti á sjó og ætti kirkjan því engar kröf ur á hendur honum. Sagt er að honum hafi verið hótað fangelsi ef hann léti ekki að vilja prestsins. Á hann að hafa svarað hvatskeytislega og sagt: Setjið mig þá inn. Þá mun sýslu- manni hafa verið nóg boðið og miðlað málum og féllu kröfur kirkjunnar niður. Móðir Tómasar, Gróa Jóhannsdóttir, var mikil atkvæðakona. Hún beitti sér fyrir því að brú yrði reist á Laxá og hafði það fram árið 1895. En slíkt var fátíð framkvæmd á þeim tíma. Niður á sjávarbakka hafa afkomendur Brands Tómassonar (sonar Tómasar Jónssonar) breytt gamalli hlöðu af mikilli hug- kvæmni í snoturt vistlegt sumarhús. Við Fossá, rétt við veginn, hafa fyrrverandi ábúendur á Kollsá byggt lítið sumarhús. Litla-Hvalsá Litla-Hvalsá var áður ein af konungsjörðum Strandasýslu. Bæjar- stæðið er á syðri bakka Hvalsár á grundum niður við árósinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.