Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 113
111
Tafla 3. Hákarlsígildi á hvern bát í Strandasýslu 1826–1845
Suður-
sveitir
Kaldrananes-
hreppur
Árnes-
hreppur
Stranda-
sýsla
1826–30 13 12 11 12
1831–35 11 13 9 11
1836–40 12 9 9 10
1841–45 12 10 8 10
Öll árin 13 11 10 11
Hákarlaútgerð var ekki á færi allra bænda. Stofnkostnaður var
mikill og veiðarfæri voru dýr, auk þess sem óhjákvæmilegt var að
endurnýja þau reglulega. Fram kemur í úttekt á versl unar birgðum
á Kúvíkum haustið 1822 að tjargaður 120 faðma hákarlsstrengur
kostaði 20 ríkisdali og hvítur 60 faðma strengur níu dali, á
meðan lóðlínur til veigaminni fiskveiða kostuðu tvo dali stykkið.35
Veiðin fylgdi ákveðnum jörðum, sem flestar voru í hópi hinna
bestu. Úr syðri hreppum má nefna Broddanes, Kolla fjarðarnes,
Smáhamra, Víðidalsá, Heydalsá og Þorpa, en úr Kaldrananes-
hreppi Hamar, Kleifar, Bæ, Kaldrananes, Eyjar og Kaldbak. Aldrei
voru gerðir út bátar á hákarl frá nærri helmingi jarða í Árnes-
hreppi, strangt tekið þeim nyrstu og syðstu: Skjaldabjarnarvík,
Dröngum, Dranga vík, Ingólfsfirði, Felli, Norðurfirði, Bæ, Gjögri,
Kjör vogi, Naustvík, Kjós, Veiðileysu og Kolbeinsvík. Frá nokkr um
jörðum var aðeins gert út einu sinni, tvisvar eða þrisvar á tíma-
bilinu, eða frá Ófeigsfirði (1826, 1828), Seljanesi (1838, 1840),
Eyri við Ingólfsfjörð (1828, 1829, 1833), Munaðarnesi (1826, 1828,
1829), Kambi (1828) og Byrgisvík (1826). Árnesprestar gerðu út
árin 1828, 1829, 1831 og 1845 en verslunarmenn á Kú víkum árin
1838, 1839, 1844 og 1845. Mest var útgerðin úr Trékyllisvík, líkt
og þegar Eggert og Bjarni voru þar á ferð, og frá tveimur jörðum
þar í grennd:
Krossnes 1826, 1828, 1831, 1838, 1839, 1841, 1845 = 7 ár
Melar 1826, 1838, 1839, 1840, 1841, 1842, 1843, 1845 = 8 ár
Finnbogastaðir 1826, 1828, 1829, 1830, 1831, 1832, 1840, 1841, 1842,
1844, 1845 = 11 ár