Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 84

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 84
82 Loftur Magnússon Brúargerð á Eyvindarfjarðará Á Vestfjarðakjálkanum, austan og sunnan Drangajökuls, er mjög víðfeðmt hálendissvæði sem kallast einu nafni Hraun. Á þessu landsvæði er fjöldi vatna og hér er vatnasvið Eyvindarfjarðarár. Upptakakvíslir hennar ná að jaðri Drangajökuls. Mörg vötn og sum stór verða á leið hennar til sjávar og niður Eyvindarfjarðardal fellur hún í flúðum og fossum fram af mörgum hraunlagastöllum. Neðarlega, ekki langt frá sjó, eru miklir klettarimar þvert yfir dalinn nefndir Þröskuldar. Þar ofan við er nokkur lygna í ánni og sandeyrar. Ánni hefur þó tekist að brjóta sér leið gegnum þessa fyrirstöðu á tveim stöðum og kvíslast svo áfram niður klapp ir að lygnum ósi við sandinn í botni fjarðarins. Eyvindarfjarðará er stundum mjög ill yfirferðar, einkum þegar regn- eða leysingaflóð standa yfir. Kunnar eru frásagnir af því að göngumenn að norðan komu að ánni gjörsamlega óvæðri. Úrræðið hefur oftast verið að ganga upp með ánni og komast yfir á snjóbrú. Þekkt vöð eru á ánni. Ofan við Þröskuldana er Stangarvað og mun oftast hafa verið besti kosturinn að vaða þar yfir. Niður við ósinn var einnig farið yfir ána og var oft slarksamt segir sagan. Ætlunin með frásögn þessari er að greina frá tildrögum þess að ráðist var í að byggja brýr á tvær aðalkvíslar árinnar á Þrösk uld- unum sem áður getur. Hinn 4. ágúst 1984 komu að ánni fimm göngumenn sem gengið höfðu í níu daga um Hornstrandir og voru nú á síðasta göngudegi. Þótt Eyvindarfjarðará sé gangandi ferðalöngum oft erfið reyndist hún í þetta skipti vel væð á Stangarvaði. Þegar að ánni kom, og eins þegar yfir var komið, tók verkfræðingur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.