Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 102

Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 102
100 fyrirliggjandi vitneskju um hákarlaveiðar sem einkum lýtur að síðustu áratugum 19. aldar og byggir á frásögnum sem hafðar eru eftir körlum sem stunduðu þær eða þeir skrifuðu sjálfir.3 Verður fyrst rakið það sem dánarbúsuppskriftir gefa til kynna um nýtingu hákarls. Þá fylgja nýfengnar tölur um útgerð og afla með dæmum af skipakosti og veiðarfærum. Afurðirnar Jón Sverrisson húsmaður í Stóru-Ávík í Trékyllisvík lést 23. ágúst 1825 að Kolbeinsá við Hrútafjörð. Hann var utan sveitar maður, fæddur um 1770 á Rauðabergi í Fljótshverfi í Vestur-Skafta fells- sýslu, þriðji í röðinni af 24 systkinum. Árið 1801 var hann bóndi á Seglbúðum í Landbroti (32 ára), kvæntur Halldóru Þorláks- dóttur (46 ára). Hún var áður gift Grími Ormssyni bónda á Seljalandi í Fljótshverfi og voru tvö af sex börnum þeirra á heimilinu, 12 og 13 ára. Börn þeirra Jóns og Halldóru voru Jón átta ára og Ólöf fimm ára, en Margrét dóttir Jóns framhjá Halldóru var sex ára gömul hjá móður sinni Vilborgu Jónsdóttur á Seljalandi.4 Vorið 1816 var Jón Sverrisson kominn þvert yfir landið og taldist húsmaður í Drangavík í Árneshreppi á Strönd- um. Fullyrðir Gísli Konráðsson í Strandamanna sögu (frá um 1860) að Jón hafi strokið frá konu sinni eystra og verið grunaður um þjófnað á peningum, sem hann svo dysjaði í urð í Skjalda- bjarnarvík. Gísli segir tröllasögur af Jóni og ósennilegt er að nokkuð sé að marka orð hans.5 Andrés Guðmundsson bóndi á Kolbeinsá lét Jón Jónsson sýslu- mann á Melum í Hrútafirði vita af andláti Jóns Sverrissonar. Sýslumaður skrifaði Jóni Salómonssyni faktor á Kúvíkum og hrepp stjóra í Árneshreppi 2. september 1825 og óskaði eftir uppskrift á eftirlátnum eigum húsmannsins. Bréfinu fylgdu fjór- ir lyklar sem Jón hafði verið með og sýslumaður taldi líklegt að gengju „að kofa hans og hirðslum í Stóru-Ávík“.6 Eignirnar voru skráðar 17. október og sendi hreppstjóri uppskriftina samdæg- urs ásamt þremur skuldaheimtuseðlum til sýslumanns, sem fékk gögnin 13. nóvember.7 Andvirðið nam 40 ríkisbankadölum og 85 skildingum (framvegis stytt í rbd. og sk.). Húskofa átti Jón með hurð á járnum og skrá, metinn á 40 sk., og hafði haft sex kindur á fóðrum í nágrenninu, metnar á 7 rbd. 48 sk. samanlagt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.