Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 82
80
og smakkaði. Síðan kvað hann upp stóradóm: „Hákarlinn er full-
verkaður.“
Ég tel þessa frásögn dálítið merkilega vegna þess að þarna
eru tveir unglingar um fermingu að fást við hálfgerða skaðræðis-
skepnu sem hákarlinn er.
Draugurinn á Gálmaströnd
Faðir minn, Benedikt Grímsson, bóndi og hreppstjóri á Kirkju-
bóli í Tungusveit, var jafnframt forðagæslumaður sveitarinnar.
Það starf fólst í því að fara á haustin á hvern bæ í sveitinni og
mæla heybirgðir bænda og reikna út hvort þær væru nægar til
vetrarins. Þessar ferðir fór hann á hesti sem kall aður var Gamli-
Bleikur.
Ekki var Gamli-Bleikur mikill reiðhestur enda var hann mest
notaður sem dráttar klár. Gamli-Bleikur hafði þrjá ganga. Vinsæl-
asti gangurinn var fetið, þá kom brokkið, en þá var hann svo
hastur að það þoldi enginn maður til lengdar, og þriðji gangur-
inn var valhopp sem var nokkurs konar stökk í hægagangi. Fetið
hentaði pabba mínum ágætlega því að þeir voru báðir jafn ró -
lyndir, pabbi og Bleikur. Þessar ferðir tóku pabba þrjá daga, út -
sveitin tók einn dag, innsveitin einn dag og Miðdalurinn einn
dag.
Það var eitt sinn að pabbi var að mæla í útsveitinni og endaði
á ysta bæ sveitarinn ar, Kollafjarðarnesi. Þegar hann hélt af stað
heim var komið kvöld og niðamyrkur. Þegar hann er kominn inn
fyrir svokallaða Grind og inn á Gálmaströnd, sem var al ræmt
draugabæli, fer hann að heyra torkennilegt hljóð, þetta voru högg
eins og ein hver væri að lemja í eitthvað með spýtu. Þeir pabbi og
Bleikur héldu samt áfram í ró legheitum og alltaf færð ust höggin
nær og nær. Að lokum grillir pabbi í einhverja ó freskju sem
kemur á móti honum og er hún bæði há og digur. Var nú
kominn óhugur í pabba en samt halda þeir áfram. Að lokum
kallar pabbi: „Hver er þetta?“ Þá svarar ó freskjan: „Þetta er bara
hann Rúni í Naustavík.“
Nú kom skýringin bæði á höggunum og stærð „ófreskjunnar“.
Rúni var á leið út að Kollafjarðarnesi til að taka upp gröf í kirkju-