Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 91

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 91
89 lauk bjarndýraveiðum okkar og að mestu leyti kynnum mínum af hafísnum. En hvítidauðinn sagði ekki þar með skilið við þjóðina. Hinn raunverulegi hvítidauði sem við köllum svo, berklarnir, herjaði vítt og breitt um landið með skelfilegum afleiðingum. Þegar samgöngur fara að batna og þéttbýli að myndast, skólar að taka til starfa, fer fólk að hittast og hafa meiri samskipti og þá fara berklarnir að breiðast út eins og farsótt og engin ráð virðast duga. Hið unga íslenska ríki verður með einhverjum hætti að snúast til varnar – og gerir það með þeim hætti sem verður því til ævarandi sóma. Vítt og breitt um landið liggur fólk fársjúkt í þröngum og fátæk- legum húsakynnum við knappan kost, örvæntingu, sorg og von- leysi. Þetta var hvítidauðinn. Ekki þessi sem kom siglandi norð an úr höfum með kulda, grasleysi, fjárfelli, hungur og bjarn dýr, sem okkur krökkunum í Skjaldabjarnarvík fannst tilvalið að skjóta með hvellhettubyssum, heldur ósýnilegur og gekk þögull um gætt ir og dyr og heimsótti helst þá sem voru ungir og veikburða, þá sem ekki áttu mat og klæði til að verjast vágestinum þögla og lagði þá í rúmið þar sem þeir urðu fölir og hvítir eins og landsins forni fjandi sem kom norðan úr tröllaheimum sem enginn hafði heim- sótt. En þessi hvítidauði fór ekki með hækkandi sól heldur settist að og þegar hann fór tók hann venjulega fólkið með sér inn í löndin óþekktu og skildi eftir auðn og sorg. Við þessum sjúkdómi voru engin meðul til sem dugðu, engin ráð sýnileg, aðeins örvæntingarfull barátta sem oftar en ekki end- aði með ósigri. Það var undir þessum kringumstæðum sem menn fóru að huga að varnaraðgerðum. Það sem brýnast var að gera var að geta komið í veg fyrir smit. Til þess varð að einangra þá sjúku þótt sárt og erfitt væri. Oft voru þetta börn og unglingar sem hefðu átt að vera að stíga sín fyrstu fagnandi skref út í lífið. En eitthvað varð að gera. Vífilsstaðahælið var reist 1910 en þangað var flutt fárveikt fólk alls staðar að af landinu til að leita sér lækninga eða til að deyja og Kristnesheilsuhælið kom 1928. Þetta voru stórvirki unnin af alls- lausri þjóð sem vissi að hún varð að snúast til varnar og þar lögðu margir stórhuga menn hönd á plóg. Hælin voru góð, þau stöðvuðu að miklu leyti útbreiðslu sjúkdómsins en lækning var víðsfjarri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.