Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 19

Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 19
17 leiðsögumaður og ferst þetta allt vel úr hendi. Við nutum heldur betur góðs af því að Pétur Óli hefur búið í borginni í um 20 ár, þekkir hana eins og fingurna á sér og er hafsjór af fróðleik um sögu Sankti Pétursborgar og Rússlands. Ferðin til Sankti Pétursborgar hófst að kvöldi föstudagsins 7. júní með því að ferðafélagarnir hittust í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem farið var í loftið rétt eftir miðnætti. Flugið var hið þriðja sem Icelandair bauð upp á í beinu flugi til borgarinnar sem gerir allar heimsóknir til Rússlands ólíkt þægilegri en áður var. Lent var um kl. 8 að morgni og á flugvellinum tók Pétur Óli á móti hópnum ásamt aðstoðarfólki sínu, þeim Örlygi Benediktssyni, sem einnig er búsettur í borginni, og Kötju sem er Rússi og starfar fyrir Pétur Óla sem innfæddur leiðsögumaður sem skylda er að hafa samkvæmt rússneskum reglum. Í ljós kom að ekki var hægt að skrá sig inn á hótelið fyrr en eftir hádegi og því var ákveðið að nýta tímann til að fara einn skoðunarhring um miðborgina. Sankti Pétursborg skiptist í tvo hluta þar sem annar er gamla borgin sem Pétur mikli lét reisa og skipaði svo fyrir að engar byggingar nema kirkjur mættu vera meira en sjö hæðir. Auk hæðartakmarkana ákvað hann að útliti húsanna mætti ekki breyta frá því upprunalega og enn í dag er reglan í gildi fyrir miðhluta borgarinnar. Síðan er það „nýi hluti“ borgarinnar sem að mestu var byggður á Sovéttímanum. Þarna er stingandi munur á því gamla og „nýja“ þar sem nú blasa við misjafnlega vel byggðir og einstaklega fráhrindandi steinkumbaldar, íbúða- og skrifstofublokkir. Í lok skoðunarferðarinnar var farið að skoða Sankti Ísakskirkjuna sem er stærsta rétttrúnaðarkirkjan í Rússlandi. Bygging hennar hófst árið 1818 og lauk ekki fyrr en 40 árum síðar og skal engan undra því að kirkjan er þvílíkt mannvirki að undrum sætir hvernig hægt var að byggja hana með þeirri tækni sem þá var til staðar. Sem dæmi má taka að turn kirkjunnar er 100 metra hár og það er með ólíkind um að sjá öll listaverkin sem þekja svo til hvern einasta fermetra af veggjum hennar. Í þessari kirkju hljómuðu fyrstu söngtónar Kórs Átthagafélags Strandamanna á rússneskri grund þegar kórinn söng sálminn „Heyr himna smiður“ eftir Þorkel Sigurbjörns son og svo sannarlega var ekki hægt að kvarta undan hljómburðinum í þessu mikla guðshúsi. Þegar hér var komið voru sumir ferðafélagarnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.