Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 108
106
í bréfi 15. nóvember 1823 lýstu Bjarni Þorsteinsson og séra Árni
Helgason, settur biskup, stuðningi sínum við hana, en juku því
við að einungis bæri að greiða hospitalshlut af hákarli ef bátar
voru alfarið gerðir út til hákarlaveiða eða höfðu veitt svo lítinn
þorsk áður að ekki nægði til að greiða hospitalshlut af þeim afla.
Með konungsbréfi 26. maí 1824 var stiftamtmanni og amt-
mönn um tilkynnt að fjórða hvern veiddan fugl skyldi leggja til
holdsveikraspítala og sömuleiðis einn pott af lýsi og fimm pund
úr hverjum tíu „havkalve“ sem veiddust, þó þannig að ekki væri
greitt af bátum sem áður höfðu borgað hospitalshlut af þorski.20
Bréfið fékk Bjarni Þorsteinsson 1. júlí með öðrum stjórn ar-
deildabréfum. Hann kom efninu til skila við sýslumenn 11. júlí
og tók fram að þetta gilti um „indeværende Aar“.21 Jón Jónsson
sýslumaður á Melum fékk bréf amtmanns 13. ágúst.22 Hann
kynnti sér málið og 10. september sendi hann amtmanni
hospitalshluti „af haakallefangsten“ árið 1823, að andvirði 4 rbd.
95 sk., með útskýringu á því að þorskveiði hefði brugðist nokkur
síðustu árin. Amtmaður vildi fá að sjá fylgigögnin og 19. janúar
1825 sendi sýslumaður þau. Þar sést að Gísli Sigurðsson hrepp-
stjóri í Kaldrananeshreppi hafði gert sér ferð í Byrgisvík 5. júní
1823 og „selt hlut úr hákallsabla“ Magnúsar bónda þar. Gísli var
í Skreflum 16. júní og bauð upp hákarlshluti Guðmundar í Nesi,
Bjarna frá Reykjarvík, Bjarna í Bæ, Sveins á Eyjum og Jóns Sig-
mundssonar. Við þetta bættust greiðslur frá sex bændum í öðr-
um hreppum. Ekki er aflamagn tilgreint enda var þetta sam-
kvæmt eldra kerfi og hefur líklega verið miðað við veiðar til tek-
inn dag.23
Fljótlega kom í ljós að ákvæði konungsbréfsins rímaði ekki við
aðstæður í Strandasýslu, því þar veiddist mikið af litlum hákarli og
ekki þótti sanngjarnt að greiða sama gjald af þeim og fullvöxnum
hákörlum. Sýslumaður skrifaði amtmanni 4. des ember 1824 og
útskýrði að svonefndir doggar og renningar veiddust í miklum
mæli og gæfu af sér hálfan til fjóra potta af lýsi: „en meget liden
og yderst slet havkal“. Doggar væru svo litlir að 50–60 þeirra
jöfnuðust á við fullvaxinn hákarl. Þeir væru ekki nýttir til matar
í öðrum sýslum heldur hent í sjóinn eftir að lifrin hefði verið hirt
eða þá kastað fyrir hunda og hrafna. Í Strandasýslu verði menn
að nýta þennan afla sér til framfæris „formedelst torskfiskeriets