Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 57
55
þar kaupskapur. Túnin eru á framræstu landi niður undan bæn-
um og suður frá honum, nokk uð sundurslitin. Beitiland allgott
og betra er frá dregur. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns segir (7. b., bls. 451): „Tún er mestalt meinþýft. Engjar
so nær öngvar nema brokslægjur uppi á fjalli lángt burt.“ Í Jarða-
bókinni eru einnig nokkur hlunnindi talin af reka og hrísi til
beitar. Þegar fiskur gaf sig var róið frá Borðeyrarbæ eins og á
flestum bæjum við fjörð inn.
Borðeyrarbær var sýslumannssetur um tíma á 19. öld. Á árun um
1850–1863 bjó þar Vigfús Thorarensen en hann var sýslumaður
Strandasýslu frá 1849 til 1854. Dóttursonur hans var dr. Helgi
Pjeturss.
Í búskapartíð Sæmundar Guðjónssonar, er bjó á Borðeyrarbæ
1938–1963, var bærinn miðstöð allrar stjórnsýslu í sveitinni því að
Sæmundur gegndi fjöldamörgum opinberum störfum. Hann var
hreppstjóri, oddviti, sparisjóðsstjóri og umboðsmaður skattstjóra
svo að eitthvað sé nefnt auk ótal starfa fyrir hin ýmsu félög og
stofnanir. Við hann áttu því flestir erindi af og til. Hann átti
traust fólksins enda boðinn og búinn að greiða úr málum manna
bæði snemma og seint. Skapaðist við það mikið álag á heimilið
vegna gestagangs. Verður öll sú fyrirgreiðsla er Sæmundur og
heimilisfólkið á Borðeyrarbæ innti af höndum við sveitunga sína
seint metin sem vert er.
Kjörseyri
Kjörseyrar er fyrst getið í Landnámu, þar er bærinn kallaður
Kers eyri og vera má að það sé hið upphaflega nafn. Bærinn
dregur nafn af allstórri eyri eða tanga sem skagar út í fjörðinn.
Þetta er rekeyri mynduð úr smágerðri möl, sjávarbrimið brýtur
stöðugt af henni að norðanverðu en bætir við hana sunnan
megin. Að sunnanverðu eru tvær dokkir eða lægðir ofarlega í
eyrinni og malarkambur fyrir framan, en þær fyllast af sjó á flóði.
Þessar dokkir eru kallaðar Kerin og kann að vera að Kers eyrar-
nafnið sé af þeim dregið. En nafn ið Kjörseyri hefur sömu merk-
ingu og Kjörvogur, það er gott var eða skipalægi.
Nokkuð norðan við tangann er lítið nes kallað Kothvamms-
nes. Í heimsstyrjöldinni síðari var herseta í Reykjaskóla handan
fjarð ar ins frá 1940–1945. Þar var fjöldi her manna. Herinn lagði