Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 20

Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 20
18 orðnir nokkuð lúnir enda búnir að vera að ferðast frá því kvöldið áður. En ekki mátti láta deigan síga heldur var haldið til Hallar arkitektanna þar sem snæddur var léttur hádegisverður sem samanstóð af ljómandi góðri rússneskri gúllassúpu sem borin var fram með heimabökuðu brauði. Greinilegt var að súpan hressti þreytta ferðalanga sem nú fengu þau skilaboð að hótelið væri tilbúið að taka á móti hópnum. Allir drifu sig í rútuna og haldið var til Oktiabrskaya-hótelsins þar sem gist var meðan dvalið var í Rússlandi. Heldur tók nú innskráningin langan tíma en með góðri þolinmæði og slatta af húmor gekk allt upp á endanum. Ferðafélagarnir tíndust inn á herbergin þar sem flestir urðu hvíldinni fegnir og fengu sér smá blund. Ekki var þó blundurinn langur því að við tók undirbúningur fyrir glæsilegan galakvöldverð sem haldinn var í Síðustu höllinni sem ber nafn sitt af því að höllin var sú síðasta sem Pétur mikli lét reisa. Salarkynni hallarinnar eru hin glæsilegustu og ekki var þriggja rétta máltíðin síðri eða borðvínin – að ógleymdum rússneska vodkanum sem Rússar eru afar stoltir af og bera fram óblandaðan og ískaldan. Rússar hafa þann sið, er þeir taka á móti gestum sem eru að koma í fyrsta skipti til landsins og vodki er á boðstólum, að þeir hella vodka í staup og skal tæma í einum sopa; ef það tekst ekki þykir það ekki nógu gott því að þá er verið að „klippa vínið“ og það geta sannir karlmenn ekki verið þekktir fyrir. Eftir aðalréttinn var boðið upp á skemmtiatriði þar sem fræg sópransöngkona, Maria Lyudko, söng nokkur lög við píanóundirleik. Það er ekki ofsögum sagt að ógleymanlegt var að hlusta á þessa frábæru listamenn. Kvöldið í höllinni leið fyrr en varði og hópurinn hélt heim á hótel, sæll og sáttur. Að morgni annars ferðadags beindist athyglin að því hve keisarar Rússlands virðast hafa verið iðnir við að reisa hallir og kirkjur, t.d. Vetrarhöllina sem Katrín mikla gerði að einkasafni 1764 og var það síðan opnað almenningi 1852 og ber nafnið Hermitage. Samkvæmt dagskrá Péturs Óla var nú komið að því að skoða þessa frægu höll og Hermitage-safnið. Þegar hópurinn kom að Vetrarhöllinni blasti við afar löng biðröð en Pétur Óli hafði verið forsjáll, hann dreifði til okkar aðgöngumiðum og hópurinn þurfi lítið að bíða heldur komst nokkuð greiðlega inn. Það er ógerlegt að lýsa með fátæklegum orðum íburðinum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.