Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 26

Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 26
24 Nú rann upp laugardagurinn 15. júní, Tallinn kvödd og haldið niður á bryggju þar sem farið var um borð í ferju og siglt yfir Finnskaflóa til Helsinki. Þar beið rúta sem flutti hópinn út á flugvöll og flogið var heim kl. 15:30 með Icelandair. Þegar hópurinn var að hefja rútuferðina heyrðust skothvellir og umferðin stöðvaðist á kafla meðan sérsveit finnsku lögreglunnar umkringdi bíl sem í voru menn sem höfðu komið með sömu ferju og hópurinn. Það fór óneitanlega um suma þar sem Ís lendingar eru blessunarlega óvanir atvikum sem þessu. Um mánuði eftir heimkomuna barst sú sorgarfrétt að kór- félagi um margra ára skeið, Ólafur Magnússon frá Ósi í Steingríms- firði, hefði látist 11. júlí. Óli gekk til liðs við Kór Átthagafélags Strandamanna árið 1995 og söng með kórnum alla tíð síðan eða í 18 ár. Óli var sendibílstjóri og einstaklega bóngóður þegar kórinn þurfti á sendibíl að halda svo sem við flutninga á söngpöllum og ýmsu öðru er tengdist starfsemi kórsins. Síðan var ekki liðinn nema mánuður þegar önnur andlátsfregn barst og í það sinn var það andlát Steins Eyjólfs Gunnarssonar en hann hafði sungið með kórnum í um 40 ár. Steinn var gerður að heiðursfélaga í kórnum á vortónleikum 2008 þegar kórinn átti 50 ára afmæli. Þegar Steinn byrjaði í kórnum var Magnús Jónsson kórstjóri og Steinn söng undir stjórn þeirra kórstjóra sem síðan hafa stjórnað kórnum. Steinn var með í ferðinni til Sankti Pétursborgar og naut sín vel og ekki var á honum að sjá hve alvarlega veikur hann var greinilega orðinn. Beggja þessara ágætu félaga, sem nú eru fallnir frá, er sárt saknað og þeim þökkuð einstaklega góð og gefandi samvera í gegnum árin. Þegar langt var liðið á ágústmánuð barst kórnum bréf frá Landssambandi blandaðra kóra sem stofnað var af fimm kórum árið 1938. Af stofnkórum er aðeins einn eftir, Sunnukórinn á Ísafirði. Þau sem nú eru í forsvari vildu blása lífi í starfið í tilefni þess að á árinu eru liðin 75 ár frá stofnun sambandsins. Ákveðið var að halda upp á afmælið með því að halda kórahátíð í Hörpu 19.–20. október þar sem öllum blönduðum kórum á Íslandi var boðin þátttaka. Kór Átthagafélags Strandamanna ákvað að taka þátt í samsöng kóranna í Eldborgarsal Hörpu 20. október þar sem frumflutt var lagið „Upphaf“ eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni. Að auki sungu kórarnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.