Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 71

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 71
69 sem rísa allhátt vestur af bænum. Af þeim dregur bærinn nafn. Túnin liggja suður frá bænum og slitna sundur í nokkrar spildur. Möguleikar til ræktunar eru takmarkaðir og að mestu nýttir. Jörðin er ekki landstór og frekar grýtt neðra en talin allgóð til beitar. Fljótt sést þar til gróðurs á vorin. Fjörubeit þótti góð. Til hlunn inda var nokkur selveiði og trjáreki. Ungmennafélagið Harpa í Bæjarhreppi reisti samkomhús á Borgum 1926. Í nær hálfa öld var hér aðalsamkomustaður sveit- arinnar. Hér voru haldnar margvíslegar samkomur, fundir og skemmtanir allt til ársins 1974 er húsið var selt bóndanum á Borgum til annarra nota. Þetta hús stendur enn og hefur nýlega fengið andlitslyftingu hjá nýjum eigendum. Borgir eru í eyði frá 1986. Jörðin er í eigu bænda á Kolbeinsá sem nytja hana en íbúðarhúsið og gamla samkomuhúsið eru í eigu fjölskyldu sem býr í Reykjavík en notar staðinn sem sumar- dvalarstað sem er vel til fundið því að það er sumarfallegt á Borg um. Kolbeinsá Kolbeinsá er gamalt býli en jörðin er kölluð Kolbitsá í Jarða- bókinni 1709. Ekki er þekkt hvernig á því nafni stendur. Bæjarhús eru nálægt sjó á bakka lítillar ár samnefndrar bæn um. Ströndin er vogskorin og grýtt og fyrir opnu hafi. Þar brimar oft og er sjó- gangur. Suður frá bænum er allbreitt dalverpi, þar skiptast á mýrarsund, klettahæðir og hjallar. Heldur er erfitt til ræktunar og slitna túnin sundur í margar spildur, sumar fjarri bænum. Kolbeinsá var í eigu Melstaðarkirkju í Miðfirði 1709 samkvæmt Jarðabókinni. Virðist kirkjan hafa lagt nokkuð þungar kvaðir á ábúandann svo sem að leggja selanót og átti þá kirkjan allt sem í hana kom; eins að gera til kola úr morviði allt að 10 tunnur ef morviður hrökk til. Þriðja kvöðin var að flytja allan við af rekan- um í hólma einn sem er þar fyrir landi. Allt þetta skyldi unnið kauplaust. Trjáreki hefur alltaf verið mikill á Kolbeinsá. Það er sennilega ein aðalástæða þess að Melstaðarkirkja nær eignarhaldi á jörðinni á sínum tíma. Kirkjur virðast á öldum áður hafa ásælst rekajarðir þar sem von var í trjáviði og hvalreka. Land jarðarinnar er allstórt og gott til beitar en grýtt neðra, talið vorgott og fjörubeit ágæt. Hennar er getið sérstaklega í Jarða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.