Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 109

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 109
107 aarlige udeblivelse og havkallefangstens mislighed“. Jón lagði til að ekki yrði greiddur hospitalshlutur af smærri hákörlum, en vildi að öðrum kosti vita hvaða regla ætti að gilda.24 Hreppstjórum skrifaði Jón 22. janúar 1825 og útskýrði ákvæðið um hákarla á íslensku: „Að af hvörjum 10 háköllum sem ablast frá einu vorþingi til annars skuli ogsvo gjalda til næsta hospitals 1 pott lýsis og 5 pund af verkuðum hákalli“, þó þannig að þetta hvíli aðeins á skipum „sem annaðhvört eru einungis útgjörð til hákallaveiða ellegar hafa ablað svo lítið þó til þorskfiskeries hafi verið útgjörð að þeim ei hafi borið að skipta hospitalinu hlut úr því“.25 Forstöðumenn spítalans, þeir Bjarni og Árni, svör- uðu 6. mars og fékk Jón bréfið 28. mars. Hann átti að ákvarða hlutfallið sjálfur, enda þekkti hann aðstæður manna best.26 Niður- stöðuna tilkynnti hann hreppstjórum 28. maí og sendi amtmanni afrit: Að 40 doggar, eða smáhákallshvolpar, sem hér í sýslu eru hafðir inn- anborðs, samgyldi einum fullkomnum eða meðal hákalli, þannig: að úr hinum gjaldist jafn hospitalshlutur sem einum þessara, hvarámót fullkominn hospitalshlutur, nefnilega 5 pund af verkuðum hákalli, og 1 pottur lýsis, skal gjaldast úr hvörjum 10 háköllum, sem hafðir eru utanborðs, þó smáir séu, og renningar kallaðir. Viðkomandi formenn og skipseigendur eiga á hvörju manntalsþingi að gefa mér skriflega til kynna tölu þeirra hákalla, sem þeir næst undanfarið ár veitt hafa, og hvað marga af þeim þeir haft hafa utan- eða innanborðs.27 Úrskurðinn samþykktu forstöðumenn spítalans 31. júlí 1825 og fékk Jón svarið 14. ágúst.28 Fyrstu skýrslu sína samkvæmt nýjum regl um tók hann saman 28. desember um hospitalshluti vorið 1825. Þar er greint á milli stórra og lítilla hákarla: Guðmundur Guðmundsson hafði sent gjald af „16 fuldvoxne og 44 smaae haakalle“, en Gísli Sigurðsson af 12 stórum og 60 litlum og Bjarni Bjarnason af 18 og 30. Það gerði samanlagt 46 fullvaxna og 134 litla eða hospitalshlut upp á fimm potta af lýsi og 24½ pund af verkuðum hákarli eftir reikningsaðferð sýslumanns. Jón lét amt- mann vita að ekki hefði tekist að selja afurðirnar á uppboði á manntalsþingum og hann hefði beðið ónafngreindan mann um að selja þær í öðrum sýslum. Hann skrifaði aftur 28. janúar 1826
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.