Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 109
107
aarlige udeblivelse og havkallefangstens mislighed“. Jón lagði til
að ekki yrði greiddur hospitalshlutur af smærri hákörlum, en
vildi að öðrum kosti vita hvaða regla ætti að gilda.24
Hreppstjórum skrifaði Jón 22. janúar 1825 og útskýrði ákvæðið
um hákarla á íslensku: „Að af hvörjum 10 háköllum sem ablast
frá einu vorþingi til annars skuli ogsvo gjalda til næsta hospitals
1 pott lýsis og 5 pund af verkuðum hákalli“, þó þannig að þetta
hvíli aðeins á skipum „sem annaðhvört eru einungis útgjörð til
hákallaveiða ellegar hafa ablað svo lítið þó til þorskfiskeries
hafi verið útgjörð að þeim ei hafi borið að skipta hospitalinu
hlut úr því“.25 Forstöðumenn spítalans, þeir Bjarni og Árni, svör-
uðu 6. mars og fékk Jón bréfið 28. mars. Hann átti að ákvarða
hlutfallið sjálfur, enda þekkti hann aðstæður manna best.26 Niður-
stöðuna tilkynnti hann hreppstjórum 28. maí og sendi amtmanni
afrit:
Að 40 doggar, eða smáhákallshvolpar, sem hér í sýslu eru hafðir inn-
anborðs, samgyldi einum fullkomnum eða meðal hákalli, þannig: að
úr hinum gjaldist jafn hospitalshlutur sem einum þessara, hvarámót
fullkominn hospitalshlutur, nefnilega 5 pund af verkuðum hákalli, og
1 pottur lýsis, skal gjaldast úr hvörjum 10 háköllum, sem hafðir eru
utanborðs, þó smáir séu, og renningar kallaðir. Viðkomandi formenn
og skipseigendur eiga á hvörju manntalsþingi að gefa mér skriflega til
kynna tölu þeirra hákalla, sem þeir næst undanfarið ár veitt hafa, og
hvað marga af þeim þeir haft hafa utan- eða innanborðs.27
Úrskurðinn samþykktu forstöðumenn spítalans 31. júlí 1825 og
fékk Jón svarið 14. ágúst.28 Fyrstu skýrslu sína samkvæmt nýjum
regl um tók hann saman 28. desember um hospitalshluti vorið
1825. Þar er greint á milli stórra og lítilla hákarla: Guðmundur
Guðmundsson hafði sent gjald af „16 fuldvoxne og 44 smaae
haakalle“, en Gísli Sigurðsson af 12 stórum og 60 litlum og Bjarni
Bjarnason af 18 og 30. Það gerði samanlagt 46 fullvaxna og 134
litla eða hospitalshlut upp á fimm potta af lýsi og 24½ pund af
verkuðum hákarli eftir reikningsaðferð sýslumanns. Jón lét amt-
mann vita að ekki hefði tekist að selja afurðirnar á uppboði á
manntalsþingum og hann hefði beðið ónafngreindan mann um
að selja þær í öðrum sýslum. Hann skrifaði aftur 28. janúar 1826