Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 61
59
þessa aðstöðu vel enda mikill bóndi og sjómaður, sótti fast sjó er
fiskur gekk á grunnslóð og aflaði oft vel.
Við Hlaðhamar er kennd hin fræga þjóðsaga „Sögubrot af
Árna á Hlaðhamri“. Hún hefur þótt merkileg fyrir þær sterku
tilfinningar sem hún lýsir, bæði heitri ást, heiftarreiði og hefnd-
arþorsta. Enda er þessi saga viðfangsefni skálda svo sem Björns
Th. Björnssonar í skáldsögunni Hlaðhamar og eins má finna
tengsl við söguna í ljóði Hannesar Pétursson ar „Önnur rödd“
sem er úr ljóðaflokknum „Raddir á daghvörfum“ í ljóðabókinni
Stund og staðir er gefin var út 1962.
Klettastapi er rétt sunnan og neðan við bæinn á Hlaðhamri
sem heitir Hlaðhamars borg, þar er stuðlaberg. Þar voru teknir
steinar og fluttir í kirkjugarðinn á Prestsbakka og settir á leiði
sem legsteinar. Finnur Jónsson á Kjörseyri gerði nokkuð af því
að höggva letur á þessa steina, má sjá þá í kirkjugarðinum á
Prest sbakka. Þegar kirkjugarðurinn á Prestsbakka var sléttaður
og lagfærður gaf Kjartan Ólafsson, bóndi á Hlaðhamri, fallega
steinstuðla úr Hlaðhamarsborg sem voru reistir með áletrun þar
sem altari hinnar fornu Prestsbakkakirkju stóð.
Fram undan Hlaðhamri er Hrútey á miðjum firði ásamt fleiri
skerjum. Hrútey er í eigu Melstaðarkirkju í Miðfirði. Siglingar-
leiðin inn Hrútafjörð liggur um sundið fyrir vestan Hrútey. Er
þar djúpur áll en austan við eyjuna er skerjótt grunnsævi ófært
skipum.
Norðan við túnin á Hlaðhamri gengur fram allbrött hæð, hún
heitir Öxl. Þar eru merki milli Hlaðhamars og Bæjar.
Bær
Bær er landnámsjörð Arndísar auðgu Steinólfsdóttur er nam lönd
út frá Borðeyri að því segir í Landnámu og hefur löngum verið
höfuðból og höfðingjasetur og þingstaður hreppsins um langt
skeið enda sveitin kennd við þennan bæ. Hér sátu sýslu menn á
öldum áður. Einn af þeim var Þorleifur Kortsson sem þekktastur
er fyrir ofsóknir á hendur þeim sem taldir voru göldr óttir. Fyrir
hans tilverknað voru galdrabrennur á Ströndum. Einnig safnaði
Þorleifur auði sem og sonur hans, Guðmundur, er fékk auknefnið
ríki. Áttu þeir feðgar fjölda jarða bæði á Ströndum og víðar. Ekki
er nú alveg ljóst hvernig þeir komust yfir þann auð. Einhvern