Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 90
88
hafa af einhverjum ástæðum flust suður og norðanvindurinn
næðir. Ekki er það Hrafna-Flóka að kenna.
En Íslandssagan hefur átt marga kynlega kvisti. Annar Íslend-
ingur, Eiríkur rauði, sigldi sekur maður og fann land þakið ísi og
nefndi það Grænland til þess að menn fýsti frekar að koma þang-
að og nema þar land. Hann var fyrsti og mesti auglýsinga meistari
Íslandssögunnar og hafa þó margir reynt að slá honum við og
notað til þess ótal tæki, gengið í lærða skóla um víða veröld, en eng-
inn hefur gert betur.
Því segi ég þetta að ísinn, þetta fallega efni sem er aðeins frosið
vatn, er svo fasttengt þjóðinni að oftar en ekki voru þeir samferða
ísinn og dauðinn.
Upp úr 1880 hófst harðindakafli er stóð uppstyttulítið til 1920.
Á þeim tíma spennti hafísinn, hvítidauðinn, helgreipar sínar frá
vestri til austurs, um hólmann hálfan eins og stendur í kvæðinu
eftir skáldið góða, og boðaði hungur og harðræði, fjárfelli og
dauða.
En upp úr 1920 verður bylting í veðurfari á Íslandi. Það fer að
hlýna. Hafísinn verður æ sjaldséðari, veturnir verða mildir, sumrin
lengri, grösin koma fyrr og verða stærri. Búsmalinn blómstrar.
Hinn náttúrulegi hvítidauði yfirgaf sviðið eftir langa og hvimleiða
viðveru.
Þegar ég var að alast upp í Skjaldabjarnarvík á árunum um og
eftir 1930 man ég einu sinni eftir hafþökum af ís. Hann fyllti alla
víkina, stórir hvítir jakar komu siglandi þöglir og dularfullir með
sérkennilegu marri. En þegar þeir voru orðnir landfastir tók við
hvít ærandi þögn. Hestarnir urðu órólegir, skimuðu í kringum
sig og vildu helst fara inn í hús aldrei þessu vant. En við krakkarn-
ir urðum himinlifandi. Loksins gerðist eitthvað sem braut upp
þennan endalausa vetur. Og við vorum svo sannarlega viðbúnir
að taka á móti landsins forna fjanda. Þegar faðir okkar hafði farið
síðast í kaupstað hafði hann keypt handa okkur tvær forláta hvell-
hettubyssur sem við höfðum farið sparlega með. En nú skyldi ekki
beðið boðanna heldur haldið út á ísinn og farið á bjarn dýra-
veiðar. Litlar sögur fara af afrekum okkar við bjarn dýra veiðarnar
nema eitt kvöldið erum við orðnir skotfæralausir og leggjum frá
okkur vopnin og höldum heim þreyttir en ánægðir. Morguninn
eftir var ísinn horfinn og með honum byssurnar okkar. Þar með