Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 107

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 107
105 páska „þegar svo mikið er hér af hákarlinum ... að þeir éta hver annan af önglunum“.16 Ekkert var að gert, en þó fékk Ólafur Ólafsson á Melum í Tré kyllisvík fjóra ríkisdali í verðlaun árið 1790 fyrir að nýta „hið svo nefnda veiðarfæri hákallalóð til slíkrar veiðar“, nokkuð sem Lúðvík Kristjánsson telur að hafi verið fátítt í sýslunni, þá og síðar.17 Tilurð gagna getur verið tilviljunum háð og á það við um skýrsl ur um hákarlsútgerð á Ströndum fyrir miðja 19. öld. Svo- nefndur „hospitalshlutur“ var lagður á sjávarafla við stofnun holds- veikraspítala í hverjum landsfjórðungi árið 1652 og skil greind ur ítarlegar með tilskipun 27. maí 1746 sem ákveðinn hlutur afla tiltekinn dag. Á Suður- og Vesturlandi var það næsti dagur eftir krossmessu á vori eða 3. maí.18 Þetta nægði ekki fyrir reksturinn á Hallbjarnareyri og 30. mars 1821 kvartaði Ísak Bonne sen sýslu- maður Snæfellsnessýslu við stiftamtmann undan slæmum fjárhag spítalans. Hann lagði til að hospitalshlutur yrði einnig greiddur af veiði fugla og „havkalle“, en slíka veiði bar að hans sögn sjaldnast upp á tilskilda veiðidaga sem hospitalshlutur reikn aðist af; til dæmis hófst hákarlaveiði ekki fyrr en eftir kross messu undir Jökli.19 Bjarni Þorsteinsson amtmaður Vestur amts var þá settur stiftamtmaður og ásamt Geir biskupi Vídalín í stjórn Hall- bjarnareyrarspítala. Í bréfi til kansellís í Kaup manna höfn 30. desember 1821 lýstu þeir stuðningi við tillögur Bonnes ens og tóku fram um „havkalve fangst“ að víða í amtinu væri hún „ei siælden meget indbringende“. Ekki sáu þeir fyrir sér hvernig best mætti útfæra þessa tekjustofna og nefndu það eitt að hákarl væri ekki góð fæða fyrir holdsveikt fólk. Nokkur bréfaskipti urðu um málið og lausnin kom frá Stefáni Þórarinssyni amtmanni Norður- og Austuramts. Hann lauk við álitsgerð 14. janúar 1823 og sendi afrit af bréfi sínu til sýslumanna í Norðuramti frá 3. júní 1811. Þar var kveðið á um að hospitalshlutur af hákarli til spít al- ans í Möðrufelli í Eyjafirði skyldi ákvarðast eftir töflu sem Stefán hafði útbúið, að virðist að eigin frumkvæði. Af 6–10 hákörlum átti að gjalda einn pott af lýsi og fimm pund af „virket havkalv“ en tvo potta og tíu pund af 10–20 hákörlum, og svo framvegis. Til einföldunar gerði Stefán ráð fyrir því að af 16–19 hákörlum skyldi greiða sem af 20 en væru þeir 11–15 átti að greiða sem af tíu. Embættismenn í Kaupmannahöfn nýttu sér hugmyndina og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.