Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 103
101
Nokk uð var af fatnaði, ílátum og verkfærum, en ekki átti Jón
nema hálfa guðsorðabók, sem þar að auki var fúin. Eftir tekt ar-
verðust eru matvælin, sem sjaldan er getið í skiptagögnum. Jón
átti há karlsafurðir af ýmsu tagi en líka smjör og kornmeti. Mokka
er mygla og fjórðungur var tíu pund eða tæp fimm kíló:
27½ pund af þráum tólgi á 2 rbd.
5 pund af smjöri illa útlítandi á 35 sk.
13 fjórðungar af mokkuðum og illa tilhöfðum hákalli á 1 rbd. 34 sk.
5 fjórðungar af skráphákalli slæmum á 25 sk.
9 fjórðungar af lélegum skráp á 1 rbd. 48 sk.
½ tunna bankabygggrjón mokkuð á 4 rbd. 8 sk.
¼ tunna rúgmél gamalt og mokkað á 48 sk.
24 fjórðungar af sumarfengnum hákalli sæmilegum á 3 rbd. 48 sk.
6 fjórðungar af skráphákalli á 42 sk.
1 fjórðungur af lifur á 24 sk.
Jafnframt átti Jón þrjá „skinnstakkagarma“, fernar gamlar buxur
af skinni og tvö pör skinnsokka, auk tíu punda af skinni; saman-
lagt metið á 62 sk. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir því að
hann hafi róið á skipi sem var gert út í sveitinni og verkað sinn
hlut úr hákarlinum til eigin neyslu eða sölu í kaupstað. Sé tekið
mið af lýsingum Lúðvíks Kristjánssonar var lifrin yfirleitt tekin úr
við borðstokkinn en hákarlinum sundrað og skipt, ýmist um
borð eða í landi. Hann var svo kasaður í gryfjum eða gjótum í
tvo til þrjá mánuði, með eða án skráps, en að því loknu hengdur
upp og hertur í nokkra mánuði. Úr lifrinni var unnið lýsi.8 Má
geta sér til að „sumarfenginn hákarl sæmilegur“ hafi veiðst um
sumarið og Jón verið nýbúinn að hengja hann upp áður en hann
hélt í sína hinstu ferð. Fjórðungurinn var metinn á 26 sk.
Mokkaði hákarlinn hefur verið tilbúinn og án skráps, en farinn
að spillast hjá Jóni og aðeins metinn á 10 sk. hver fjórðungur.
Skráphákarlinn var sennilega hertur líka og taldist enn síðri,
metinn á 7 sk. í eðlilegu ástandi og á 5 sk. slæmur. Fjórðungur
Jóns af lifur var metinn á 24 sk. og hefur verið í lagi með hana.
Til samanburðar var pund af illa útlítandi smjöri virt á 7 sk. sem
þýðir að fengist hefðu 70 sk. fyrir fjórðunginn. Þótt lélegar væru
námu hákarlsafurðir Jóns samanlagt 7 rbd. 5 sk., sem slagaði