Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 66

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 66
64 forn þjóðleið yfir í Laxárdal í Dalasýslu. Sú leið er kölluð Hólma- vatnsheiði. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er að finna söguna um Bakka- drauginn. Þar segir að bær inn hafi staðið norðar, nálægt þar sem heitir Hellishólar. En draugurinn var það skæður að bærinn var færður vegna reimleika þangað sem hann er núna. Kirkjan sem nú stendur á Prestsbakka var vígð 1957. Meðal þeirra gripa kirkjunnar er markverðastir þykja er falleg altaris- tafla máluð af Sæmundi Skarphéðinssyni frá Kleifabæ við Guð- laugsvík. Myndefnið er kvöldið í Emmaus og er eftirgerð af altaris- töflunni í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal. Ramminn utan um altaris töfluna er útskorin listasmíð eftir Daníel Tómasson á Kollsá. Kirkjugarðurinn var allur fegraður og sléttaður 1994. Þá var grjót hlaðinn garður að norðan og vestan. Því verki stýrði Halldór Erlendsson frá Dal í Miklaholtshreppi en hleðslugrjótið var sótt út á Réttartanga við Kollsá. Í kirkjugarðinum var reist steinaltari þar sem altari hinna fornu kirkna stóð. Steinarnir eru stuðlar úr Hlaðhamarsborg gefnir af Kjartani Ólafssyni og á þá er letrað: „Hér stóð altari Bakkakirkju frá 11. öld til 1874.“ Ýmsir kunnir prestar hafa setið staðinn, þar á meðal séra Búi Jónsson sem ritaði sóknarlýsingar Prestsbakka- og Óspakseyrar- sókna fyrir Hið íslenska bókmenntafélag, prestur á Prestsbakka 1836–1848. Sr. Þórarinn Kristjánsson var prestur á Prestsbakka 1849–1867. Hann var annar fulltrúi Strandamanna á þjóðfund- in um 1851. Þá var sr. Jón Guðnason prestur á Prestsbakka á ár un um 1928–1948 en eftir það skjalavörður á Þjóð skjalasafni. Hann var manna ættfróðastur, gaf út ritið Strandamenn og síðar Dala menn, merkar og fróðlegar æviskrár. Sr. Ágúst Sigurðsson var síðastur presta á Prestsbakka, stundaði fræðistörf og ritstörf, gaf út nokkrar bækur um íslenska kirkjusögu. Hann sat staðinn frá 1989– 2002. En eftir það var embættið lagt niður. Sr. Ágúst og kona hans, Guðrún L. Ásgeirsdóttir, sátu staðinn af mikilli rausn og stórbættu útlit og umhverfi bæjarins á allan hátt með fágaðri snyrtimennsku. Kollsá Kollsá er talin draga nafn sitt af þeim er fyrstur byggði þar bæ. Sá var nefndur Kolli; það eru munnmæli að hann sé heygður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.