Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 115
113
Jónas Jónsson í LitluÁvík 5. október 1840
Tvö fiskifæri brúkuð á 2 rbd.
Skipgarmur með mastri og sex árum lélegum á 4 rbd.
Einar sóknir og ífæra á 38 sk.
Tveggja rúma bátur gamall með árum á 8 rbd.
Jón Ólafsson í StóruÁvík 29. september 1843
Sexæringsskip lélegt með stýri, segli og sex árum á 14 rbd.
Tvennar sóknir á 76 sk.
Tvær ífærur á 38 sk.
Hákallaskálma á 8 sk.
Stjórafæri lélegt á 1 rbd. 50 sk.
Tvö veiðarfæri brúkuð á 4 rbd.
Áttæringur með stýri, mastri, segli og þremur árum á 32 rbd.39
Fullkominn búnaður til hákarlaveiða birtist í dánarbúi Jóns
Salómons sonar faktors og hreppstjóra á Kúvíkum, sem lést 27.
júlí 1846. Hann hóf verslunarrekstur árið 1822 og var skráður
fyrir hospitalshlut af hákarli árin 1838–1840 og 1845:
Hákallshjallur með litlu timburhúsi upp af á 14 rbd.
Sexahrings skip með öllum farvið, segli og reiðaböndum á 50 rbd.
Gamall sexahringur með öllum farvið, segli og reiðaböndum á 9 rbd.
Tveggja rúma bátur með fjórum árum, mastri, segli og stýri á 16 rbd.
Jolla með fjórum nýjum árum á 4 rbd.
Stjóra- og veiðarfæri, fullkomin á sexahring til hákallsafla á 16 rbd.
Skipsfesti og hákallsfesti á 6 rbd.
Hákallasóknir, 5 pör, 3 ífærur, skutull, 2 skálmur, dubl og beitnakista
á 6 rbd.
Skipsdrekar tveir, vega hver fyrir sig 20 pund, hver á 2 rbd.
Skipskompás í kassa á 1 rbd. 48 sk.
Þarna er komin fjárfesting upp á vel yfir hundrað ríkisdali með
flestu af því sem Lúðvík Kristjánsson lýsir eftir ritheimildum og
viðtölum að hafi þurft til hákarlaveiða á opnum bátum, nema
helst vaðurinn sem hefur talist til veiðafæra almennt.40 Jón
Salómons son hefur ætlað sér að halda áfram útgerð því hér gætir
uppbyggingar. Hjallinum lýsir séra Sveinbjörn Eyjólfsson svo í