Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 22

Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 22
20 Um er að ræða safn sem byggt er neðanjarðar og þar er sögu umsátursins lýst á einkar áhrifamikinn hátt með ljósmyndum, mósaíkmyndum, myndbandssýningu, rituðum textum, hlutum sem varðveist hafa og áhrifamikilli lampalýsingu. Ferð um safnið lætur engan ósnortinn því að það er eins og hörmungarnar og vosbúðin, sem almenningur og rússnesku hermennirnir máttu þola, verði þarna svo einstaklega ljóslifandi og nálæg. Safnið var því skoðað í þögn þar sem hver hugsaði sitt og eftir að út var komið þá fylgdu tilfinningalegu áhrifin hópnum eftir í dágóða stund. Fyrir utan safnið söng kórinn eitt lag til heiðurs þeim hetjum sem safnið geymir minningar um. Þar sem dagskráin var nokkuð þétt var ekki um annað að ræða en drífa sig að rútunni og halda til sumarhallarinnar þar sem Pétur mikli og Katrín dvöldu yfir sumartímann. Fyrir framan höllina er hinn frægi Peterhof-gosbrunnagarður sem Pétur mikli lét gera vegna áhrifa sem hann varð fyrir eftir að hafa skoðað Versalagarðinn í Frakklandi. Það er ekki ofsögum sagt að garðurinn er hreinasta listaverk með gosbrunnum sínum, trjám, blómum og stórum grasflötum. Í garðinum tók kórinn lagið og þónokkuð margir gestir stöldruðu við til að hlusta og sumir veltu greinilega fyrir sér á hvaða framandi tungumáli þessi hópur var að syngja. Nú var farið að halla degi og enn ein veislan að rússneskum hætti var fram undan. Þegar komið var heim á hótel að kvöldi var notalegt að sofna út frá góðum minningum um viðburðaríkan dag. Að morgni fjórða dags skein sólin glatt og nú var haldið til fundar við hina látnu því að fram undan var að skoða þjóðar- grafreit Rússa þar sem hvíla m.a. þekktir rithöfundar, málarar og tónskáld. Við gröf tónskáldsins Tchaikovsky hefur myndast sú hefð að þegar kórar eru þar á ferð þá taka þeir lagið við gröfina og að sjálfsögðu söng kórinn þar eitt lag honum til heiðurs. Það var dálítið sérkennileg upplifun að ganga um þennan garð og virða fyrir sér minnismerki um alla þá frægu einstaklinga sem þarna hvíla og lagt hafa svo mikið til lista og menningar heimsins. Frá hvílu hinna látnu var ekið út í eyju sem er í miðri borginni og umkringd virkisveggjum á alla vegu; þar er að finna elsta hluta Sankti Pétursborgar sem er virki Péturs og Páls. Á torgi í miðju virkinu stendur stór og glæsilega gullskreytt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.