Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 78

Strandapósturinn - 01.06.2014, Blaðsíða 78
76 vondu veðri enginn utan þeirra sem ætluðu að taka þátt í íþrótta- mótinu. Það fór að valda mér allmiklum áhyggjum hvernig veðr- ið yrði 17. júní. Þá datt mér snjallræði í hug. Hermann Jónasson, þingmaður Strandamanna, var forsætisráðherra. Hvernig væri nú að hringja í hann og athuga hvort hann gæti ekki útvegað okkur varðskip til að flytja fólkið norður? Og ég lét ekki sitja við orðin tóm heldur hringdi í forsætisráðuneytið og bað um viðtal við Hermann. Hann kom fljót lega í símann og kynnti ég mig, en Hermann þekkti ég ágætlega, og útskýrði fyrir honum hvað til stæði og hvort ekki væri möguleiki á að fá varðskip til að flytja fólk norð ur. Hermann gaf lítið út á þetta en sagðist ætla að athuga málið. Daginn eftir fékk ég símskeyti: „María Júlía verður á Hólmavík klukkan átta að morgni 17. júní og mun flytja fólk norður að Gjögri og til baka um kveldið, góða ferð. Kveðja, Hermann Jón as- son.“ Nú hafði ég samband við formann Leifs heppna og sagði honum hvernig málin stæðu, nú mættu þeir búast við fjölmenni og þyrftu þeir að gera ráðstafanir til að flytja mannskapinn frá Gjögri að Árnesi. Einnig hafði ég samband við aðra ungmenna- fé lagsformenn og lét þá vita af þessum nýja farkosti okkar. Nú rann upp 17. júní. Veðrið var eins gott og hugsast gat, logn og sólskin, og María Júlía lá við bryggjuna. Fjölmenni hafði safn- ast saman á bryggjunni og klukkan átta var siglt af stað. Við koma var höfð á Drangsnesi og þar bættust allmargir við. Samtals reyndist þetta vera milli 70 og 80 manns. Ég fór upp í brú og fékk að hringja þar í formann Leifs heppna og sagði honum hversu margir væru á leiðinni norður. Hann sagði mér að engin vandræði yrðu með flutninga milli Gjögurs og Árness þar sem búið væri að smíða grindur á palla tveggja vörubíla og einnig væru tvær trillur til taks á Gjögri til að flytja fólkið til lands. Í sam ráði við skipstjóra var ákveðið að fólkið mætti vera til miðnættis í Árnesi og síðan yrði siglt frá Gjögri um eittleytið. Veðrið hélst gott, flóinn eins og spegill og fyrir norðan stóð allt eins og stafur á bók. Trillurnar fluttu okkur í land og síðan var mannskapnum hrúgað upp á vörubíls pallana og allir komust í einni ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.