Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 28

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 28
26 Átthagafélag Strandamanna Viðtal við Guðrúnu Steingrímsdóttur Páll Kristbjörn Sæmundsson tók saman Á síðasta starfsári fagnaði Átthagafélag Strandamanna 60 ára afmæli sínu en félagið hafði þá starfað óslitið frá stofnfundi 6. febrúar 1953. Á þessum tímamótum er áhugavert að líta um öxl og rifja upp starf- semi félagsins. Leitað var til Guðrúnar Steingrímsdóttur, fyrr verandi formanns félagsins, en hún byrjaði að vinna í skemmtinefnd Átt haga- félagsins árið 1982. Guðrún var svo kosin í stjórn árið 1987 og tók við formennsku árið 1992 sem hún sinnti fram til ársins 2012. Guðrún hefur því unnið fyrir félagið í þrjá áratugi eða um helming þess tíma sem það hefur starfað. Formáli Þó svo að starf félagsins hafi verið í nokkuð föstum skorðum á þessum 30 árum sem ég var viðloðandi í félagsstarfi Átt haga- félagsins hefur vissulega margt breyst. Átthagafélag Stranda- manna hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar líkt og önnur sambærileg félög. Þó svo að helstu samkomur félagsins hafi verið þær sömu í gegnum tíðina er framkvæmdin í sumum tilfellum önnur. Félagsstarfið var keyrt meira áfram í sjálfboðavinnu hér áður og aðkeyptri þjónustu haldið í lágmarki. Í raun var starfsem- in meiri í þeim skilningi að þeir sem voru í nefndum og stjórn- um eða aðrir virkir félagsmenn komu beint að vinnu við starf- semi félagsins. Gott dæmi um það er bygging Strandasels sem er sumarhús félagsins. Sama má segja um vinnu við undirbúning þorrablóta sem var umfangsmeiri þá en hún er í dag. Það má þó ekki skilja mig svo að félagsstarfið sé lítið nú heldur þvert á móti eru margir að vinna mikið og gott starf fyrir félagið. Aðeins það að breyttir tímar kalla á nýtt fyrirkomulag, nýja siði og venjur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.