Strandapósturinn - 01.06.2014, Síða 41
39
og rennur í Hrútafjarðará. Skútagil er nokkurn veginn beint í
austur frá Hæðarsteini.
Ótal sagnir eru til um hrakninga og villur ferðamanna á Holta-
vörðuheiði í gegnum tíð ina enda er heiðin veðrasöm og fátt um
regluleg kennileiti. Til dæmis er sagt að hópur vermanna á leið
suður til sjóróðra að vetrarlagi hafi lent í vondu veðri og villst
til vesturs og gengið 18 saman fram af fjalli og fórust allir. Síðan
heitir fjallið Bani, það er vestur við Bröttubrekku.
Í gegnum aldirnar hafa eflaust margir týnt lífi á þessum fjall-
vegi enda segja þeir sem skyggnir eru að það sé margt á sveimi
á heiðinni sem öðrum er hulið. Sæluhús þau sem reist voru á
heiðinni þóttu hin mestu draugabæli og sum þeirra lögðust af
vegna reim leika. Þegar komið er upp úr Hæðarsteinsbrekku er
allstór hæð austan vegar. Hún heitir Bláhæð (424 m y.s.), þar
er mikið malarnám sem er orðið sjáanlegt lýti og spjöll á land -
inu.
Litlu norðar er komið á háheiðina, þar er víðsýnt í góðu skyggni.
Norður af Trölla kirkju er Klambrafell, svo Haukadalsskarð og
Geld ingafell (820 m y.s.) með tveim hnúk um mót austri. Til aust-
urs blasir við Sléttafell, ávalt og bungumyndað, á miðjum afrétti
Hrútfirðinga og Miðfirðinga, enn austar er Krákur á Stórasandi
og við bestu skilyrði sést toppurinn á Mælifellshnúk. Í suðaustri
eru Eiríksjökull, Langjökull og Strúturinn. Til suð urs Okið, sem
er nú að hverfa sem jökull, og Skarðsheiðin. Í suðvestri Baula. Til
norðurs sjást Strandafjöll, Húnaflói og Hrútafjörður og í norð-
austri Vatnsnesfjall og Víðidalsfjall. Í lægðinni milli háheiðar inn-
ar og Tröllakirkju er allstórt stöðuvatn, það heitir Holtavörðu-
vatn. Þar eru upptök Norðurár sem fellur úr því til suðurs og
niður Norðurárdal.
Þegar komið er nokkuð norðar á heiðina, á svonefndum
Grunnavatnshæðum, stendur varða við gamla veginn sem sést af
núverandi vegi en allmikið vestar. Hún nefnist Kon ungsvarða og
er hlaðin af vegagerðarmönnum til minningar um för dönsku
konungshjón anna norður yfir Holtavörðuheiði 1936. Þá var verið
að vinna við vegalagningu á heiðinni og mikill fjöldi manna þar
í vinnu. Sagan segir að bílalest konungsins hafi stansað hjá vega-
gerðarflokknum og konungur stigið út úr bílnum og gengið út
á holt eitt og kastað af sér vatni og mælt svo fyrir að hér skyldi