Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 16.12.2021, Blaðsíða 18
JÓLIN Í GRINDAVÍK EÐA AMERÍKU Erla Ósk Pétursdóttir framkvæmdastjóri Marine Collagen ehf. er sælkeri í Grindavík sem bakar fyrir hver jól. Hún hefur fagnað jólum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Japan og víðar. Hún skreytir passlega mikið, strax eftir þakkargjörðarhátíð og sækir jólatónleika og Baggalútur kemur henni í jólaskap. Hún segir Covid ekki þvælast fyrir sér í undirbúningi jólanna og hlakkar til yndislegra tíma. Hér koma jólasvörin frá Erlu. Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Ég reyni að kaupa sem mest á netinu, það er svo miklu einfaldara og fljótlegra. Og þá er hægt að nýta aðventuna í að njóta með fjöl- skyldunni. Jólagjafakaupin í ár voru reyndar að mestu gerð í mæðgna- ferð í Dublin um miðjan nóvember, sem var mjög skemmtilegt líka enda mesta áherslan á samveru og notar- legheit. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Ég skreyti yfirleitt nokkuð snemma eða í lok nóvember. Reyni að koma sem mestu upp strax eftir þakkar- gjörðarhátíðina, en á mínu heimili er alveg bannað að skreyta fyrr en hún er búin. Skreytir þú heimilið mikið? Ég skreyti svona passlega mikið. Það blundar í mér Clark Griswald en hann hefur ekki enn náð að brjóta sér almennilega leið í gegn. Jólatréð setjum við samt strax upp, enda viljum við njóta þess alla aðventuna. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmá- köku? Ég baka alltaf eitthvað, já, en ég reyni að baka ekki of mikið þar sem ég er mesti sælkerinn á heimilinu og enda oftast á því að borða mest allt sjálf. Súkkulaðidropa-smákökurnar frá ömmu Erlu eru í miklu uppáhaldi sem og lagtertan góða. Einnig finnst mér sörur æðislegar en hef ekki lagt í að baka þær sjálf. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þar sem maðurinn minn er frá Bandaríkjunum, þá höldum við upp á jólin á ólíkan hátt eftir því á hvorum staðnum við erum. Þegar við erum á Íslandi fögnum við á að- fangadag og þegar við erum í Banda- ríkjunum fögnum við á jóladag. En á báðum stöðum förum við alltaf í messu, borðum góðan mat og njótum samveru með stórfjölskyldunum. Fyrir jólin er ómissandi hefð að keyra út jólakortunum í Grindavík, og um áramótin er fögnuðurinn í Efstahrauninu alveg til að toppa há- tíðina. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Jólatónleikar og kósýkvöld að horfa á jólamyndir eru ómissandi á að- ventunni hjá mér. Mér finnst kór- tónleikar sérstaklega hátíðlegir og ég fer á jólatónleika með mismunandi kórum á hverju ári. Einnig hef ég síðustu ár farið á jólatónleika Bagga- lúts í góðra vina hópi og þar fæ ég alltaf jólaandann yfir mig. Fyrir mitt leyti er Covid ekkert að þvælast fyrir undirbúningi jólanna. Mér finnst allt í lagi að geta ekki verið út um allt, enda mikilvægt að staldra við og slaka á á aðventunni. Og ef við Grindavíkurdætur náum að feta okkur í takmörkununum og halda jólatónleikana okkar, þá verður aðventan fullkomnuð. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminn- ingu? Fyrstu jólin sem ég man eftir voru þegar við bjuggum í Englandi þegar ég var 6 ára. Sérstaklega man ég eftir að skoða Argos bæklinginn og merkja við allt sem mig langaði í. Ég hef upplifað jólin á nokkrum stöðum en jólin í Japan og á Havaí standa upp úr sem skemmtilegustu jólaminningarnar. Við fórum með tengdafjölskyldu minni til Okinawa í Japan árið 2014 og með minni fjöl- skyldu til nokkurra eyja á Havaí árið 2018. Samvera og notalegheit ein- kenndu þessar hátíðir en fegurðin á þessum eyjum skemmdi heldur ekkert fyrir. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Já, ég hef alltaf farið í messu nema eitt árið þegar tveir yngstu synir mínir (sem þá voru 2 mánaða og 2 ára) voru báðir veikir. En aðfanga- dagskvöld var samt sem áður yndis- legt, þar sem við hlustuðum bara á messuna og borðuðum svo bara þegar öllum leið vel. Þessi sama jólahátíð var reyndar ansi skrautleg því strax eftir veikindin um jólin þá kom ælupest og njálgur og á þret- tándanum þá brotnaði helluborðið hjá okkur. Þetta voru ansi eftir- minnileg jól. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég man eftir mörgum frábærum jólagjöfum: Skíðin frá mömmu og pabba í denn, úrið frá manninum mínum (sem þá var kærasti minn) og mynda- og minningabók frá yndis- legri vinkonu. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Nýja bókin frá Brené Brown, Atlas of the Heart. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er ekki alveg ákveðið en lík- legast Wellington nautalund. Mað- urinn minn eldar eiginlega alltaf og ég gef honum alveg frjálsar hendur, enda allt svo gott sem hann eldar. Þegar við erum í Bandaríkjunum þá er yfirleitt lasagna á aðfangadags- kvöld og heljarinnar matarveisla á jóladag Jólin hafa verið haldin víða um heiminn. Hér er fjölskyldan jólin 2018 á Havaí. Jólastuð í Dublin 2021. Fjölskyldan með jólasveininum fyrir nokkrum árum. Mikið úrval af gjafavörum, púslum og spilum Krossmóa 4, 230 Keflavík Hátíðaropnun 15.12 9-18 16.12 9-18 17.12 9-18 18.12 11-18 19.12 13-18 20.12 9-22 21.12 9-22 22.12 9-22 23.12 9-23 24.12 9-13 18 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.