Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 28

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 28
Páll Ketilsson pket@vf.is Er verið að byggja of hratt? Bragi: „Sums staðar en yfirleitt er þessi mygla útaf loftleysi í húsum, það er bara svoleiðis. Við steypum húsin, pússum þau og einangrum á gamla mátann og erum lausir við þennan vanda.“ Ætlaði að verða innréttingasmiður Bragi Guðmundsson er með ára- tuga reynslu í húsbyggingum. Sjálfur ætlaði hann fyrst að verða innrétt- ingasmiður en eitt leiddi af öðru og áður en hann vissi af var hann farinn að slá upp mótum og steypa hús. Í dag er meira og minna öll fjölskyldan starfandi í fyrirtækinu. Sveinbjörn á fyrirtækið með föður sínum, Pétur er verkfræðingurinn í fjölskyldunni og sér í dag um að teikna þau hús sem eru byggð. Eiginkona Braga, Valgerður Þorvaldsdóttir, sér um bókhaldið og dóttirin, Bára, vinnur hjá fyrirtækinu þegar hún er ekki að aðstoða á tannlæknastofu Þorvaldar bróður síns í Keflavík. Bragi segir að það hafi gengið vel að fá bæði iðnaðarmenn og undir- verktaka í gegnum tíðina. Bragi og Sveinbjörn eru með um fimmtán manns í vinnu en með undirverk- tökum telur hópurinn um 40 manns að staðaldri. Eitt stærsta verk Braga Guðmundssonar ehf. um þessar mundir er að ljúka framkvæmdum á viðbyggingu við Gerðaskóla. Verkið felst í að byggja 1.260 m² viðbygg- ingu við Gerðaskóla í Suðurnesjabæ. Um er að ræða steypt hús á tveimur hæðum. Viðbyggingin mun tengja saman Gerðaskóla og íþróttamið- stöðina í Garði. Verkinu var áfanga- skipt þannig að fyrri áfangi var kláraður í ágúst síðastliðnum en lokaáfanganum verður lokið fyrir næsta haust. Bragi og hans fólk hefur byggt fjöldan allan af íbúðarhúsnæði í Garðinum síðustu áratugi. Þá hefur Bragi einnig byggt talsvert fyrir sveitarfélagið eins og t.a.m. húsnæði byggðasafnsins á Garðskaga. Þá segist Bragi einnig hafa náð að vera lægstur í flestum útboðum sveitar- félagsins. Byggt fyrir Nesfisk Undanfarin ár hafa þeir Bragi og Sveinbjörn einnig verið með sína menn í byggingu atvinnuhúsnæðis. Tvö nýleg fiskvinnsluhús í Sandgerði eru þeirra verk, þurrkunarstöð Há- teigs á Reykjanesi er byggð af þeim. „Þá hef ég verið þeirrar gæfu að- njótandi að Nesfiskur hefur notað okkur svakalega mikið og það er bara gott mál,“ segir Bragi. Fiskvinnsluhús Nesfisks í Gerðum er meira og minna allt byggt af Braga Guðmundssyni ehf. en húsnæði Nesfisks hefur verið að stækka jafnt og þétt á þeim stað síðustu ár. Stórbruni varð hjá Nes- fiski árið 1987 þegar gamalt frystihús sem stóð í Gerðum brann. Ráðist var í mikla uppbyggingu á staðnum sem staðið hefur fram á þennan dag. Mannskapur af svæðinu Það hefur loðað við byggingageirann á Íslandi síðustu ár að þangað hefur verið ráðið mikið af erlendu vinnu- afli. Bragi segist aldrei hafa þurft að leita út fyrir landsteinana eftir „Þetta eru yfirleitt sömu mennirnir og erum bara heppin með þá. Þetta byggist náttúrlega á góðum mannskap sem maður treystir á og það er gaman þegar vel gengur og þetta eru allt þaulvanir menn. Bragi ásamt myndarlegum hópi starfsmanna sinna framan við nýbyggingu Nesfisks í Gerðum í Garði. Myndin var tekin í árslok 2013. „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að Nesfiskur hefur notað okkur svakalega mikið og það er bara gott mál,“ segir Bragi. Bragi og hans menn hafa síðustu ár byggt upp nýtt hverfi í Út-Garðinum, kennt við lönd. Þar eru íbúðir í parhúsum og raðhúsum. Nýjasta gatan er Þrastarland og þar eru fjögur parhús sem fara í sölu fljótlega á nýju ári. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Bragi Guðmundsson í Gerðaskóla þar sem unnið er að innréttingu viðbyggingar sem fyrirtæki hans byggði. vinnuafli og hann sé bara með mann- skap af svæðinu og hafi verið með fastan kjarna í mörg ár „Þetta eru yfirleitt sömu menn- irnir og erum bara heppin með þá. Þetta byggist náttúrlega á góðum mannskap sem maður treystir á og það er gaman þegar vel gengur og þetta eru allt þaulvanir menn,“ segir Bragi og vitnar til þess að það þurfi varla að halda verkfundi í upphafi dags, mannskapurinn viti hvað eigi að gera og gangi hreint til verks. Forréttindi að fá að vera hérna Framkvæmdir í Báruklöpp ætla þeir feðgar að annast og taka með sér hrausta menn í verkið en aðrir verði í verkinu í Gerðaskóla og í Þrastarlandi þar sem fjögur parhús eru á lokametrunum. Þar er eftir um tveggja mánaða vinna og þá verða þær íbúðir settar á sölu. Það er ekki amalegt að geta byggt á svona fallegum stað eins og Garð- urinn er, með náttúruna, útsýnið og rólegheit? Bragi: „Ég finnst bara forréttindi að fá að vera hérna, í alvöru. Mér finnst þetta vera alveg geggjaður staður.“ Sveinbjörn er sammála föður sínum og segir upphaf framkvæmda við Báruklöpp lofa góðu. Það eigi svo bara eftir að koma í ljós hvort slegist verði um íbúðirnar. Þær verða fjöl- breyttar að stærð, frá 105 fermetrum og upp í rúmlega 170 fermetra. Sumar með bílskúr og aðrar ekki. Tímalínan er tvö ár, íbúðirnar verða alls 24 en í fyrri áfanganum eru þær tólf talsins. Bragi segist hvergi nærri hættur. „Ég er bara fullur af eldmóði,“ segir hann og hlær. Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Flugvallarbraut 752 262 Reykjanesbær Sími: 415-0235 Email: asbru@asbru.is 28 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.