Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 35

Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 35
borginni. Hún hefur verið í gríðar- legri þróun og breytingarnar mjög miklar á síðustu tíu til tuttugu árum. Þetta er allt önnur borg en þegar við vorum að koma hingað sem ungir menn fyrir þrjátíu til fjörutíu árum. Ég held að engin borg úti í heimi standi Íslendingum nær en Kaup- mannahöfn. Það er svo auðvelt að koma hingað og Íslendingar eru mjög duglegir að mæta til Köben á öllum tímum ársins. Auðvitað var minna þegar heimsfaraldur geisaði sem hæst en iðulega fyllist allt af Íslendingum. Aðventan er mjög skemmtileg og þá eru meiri líkur á því að hitta Íslendinga við Nýhöfn en á Laugaveginum.“ Fjölbreytileikinn Hvað er merkilegast við Köben? „Fjölbreytileikinn er svaka- lega mikill. Svo er sagan ótrúleg. Mörg ólík hverfi og það er gaman ef maður nær að kynnast því hvað það er mikill fjölbreytileiki í mann- lífi, arkitektúr, hönnun og öllu slíku. Þú getur farið á milli staða og upp- lifað svo marga mismunandi og skemmtilega hluti. Svo er borgin ótrúlega falleg, það er mikið um fall- ega garða og gaman að vera hérna. Á sumrin eru þeir fullir af fólki sem tyllir sér niður með brauð og drykk. Svo er fólkið hérna mjög skemmti- legt. Danir passa vel upp á sig og eru í góðu formi og það er svona ákveðin stemning í kringum það. Svo er mikil reiðhjólamenning sem gerir það að verkum að við Halla höfum ekki átt bíl í mörg ár. Við hjólum eða göngum hvert sem við förum og ef það rignir þá tekur maður bara lestina þannig að það eru mjög margir hlutir sem eru góðir við Kaupmannahöfn. Við Halla erum mjög sátt hérna.“ Gott að borða Hrannar segir að matur og drykkur séu í hávegum höfð í borginni. Margir staðir um alla borga. „Svo er náttúrulega gaman að fara út að borða í Köben. Veitinga- mennska hefur sprungið út á síðasta áratug og það er óendanlega mikið af góðum og fjölbreyttum veitinga- stöðum í borginni, fínum stöðum og mjög mörgum minni stöðum. Tveir veitingastaðir í Kaupmannahöfn voru nýlega valdir tveir af bestu veitingastöðum í heimi, þannig að það er endalaust úrval og gaman að vera úti, sérstaklega á sumrin en líka á veturna. Það finnst mér dásamlegt og Danir eru rosalega miklar úti- verur. Þú sérð bara þegar þú labbar um bæinn að mjög margir sitja úti þó það sé komin fram í miðjan nóv- ember. Veitingamennirnir eru með hitara fyrir utan staðinn og markísu (tjald) yfir þannig að það er lítið mál að sitja úti þó að hitastigið sé ekki mjög hátt.“ En hvað er þetta með smurbrauð og bjór í Köben? „Smurbrauðið er náttúrulega danskara en allt sem danskt er þegar kemur að matargerð. Smur- brauð og bjór er þjóðarétturinn í Danmörku, dásamlega góður matur og hann hefur líka gengið í endur- nýjun lífdaga. Það hafa komið úr- vals góðir kokkar til borgarinnar í kjölfar matarbylgju sem einhvern veginn gekk yfir. Þeir hafa komið með nýjungar og eru að útbúa hlutina á nýjan hátt. Smurbrauð er fyrst og fremst borðað í hádeginu og það er alltaf gaman að fara að fara á góðan veitingastað í borginni. Það eru örugglega fjörutíu, fimmtíu góðir slíkir staðir í Kaupmannahöfn. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri, að fara með góðum vinum í gott „smörrebröd“ og tilheyrandi á einn af mörgum „frokost“ stöðum.“ Maður tekur eftir því að snafs er líka nauðsynlegur með brauðinu og bjórnum? Hvað er svo besti snafsinn. Maður sér að margir fá sér slík „skot“? „Ég er ekkert sérstaklega mikill snafsamaður. Það er best að fara á góðan frokost-stað og fá eitthvað sem er heimatilbúið. Flestir þessir staðir eru kannski með þrjátíu, fjörutíu eða fimmtíu tegundir af snöfsum. Þú talar bara við þjóninn og spyrð hverju hann mælir með. Svo drýpurðu hægt og rólega á einu staupi, með rækjunum eða rauð- sprettunni. Þá er þetta pottþétt. En ég mæli ekkert endilega með meira en einu snafsglasi. Það er ekkert rosalega skynsamlegt,“ segir Hrannar og hlær.. Áhugaverðir staðir Í borginni eru margir þekktir staðir sem ferðamenn sækja, eins og Ný- höfn, tívolíið og Strikið. Hrannar segir að það sé skemmtilegt að sjá viðbrögð fólks og að augu þeirra opnist meira þegar farið er að skoða aðra áhugaverða staði. Stórar borgir hafa upp á svo miklu meira að bjóða heldur en bara þar sem túristarnir eru. Það er mjög gaman að upplifa viðbrögð fólks í göngunum hjá mér þegar við förum á staði sem eru ekki þekktustu túristastaðirnir og eins þegar við förum á Íslendingaslóðir.“ Hrannar er fæddur og uppalinn í Keflavík og því liggur beint við að spyrja hann af hverju hann endaði í Kaupmannahöfn? „Ég kom hérna fyrst út af við- skiptalegum erindum á sínum tíma. Fyrir tólf árum var ég í forsvari og einn af eigendum fyrirtækis og við vorum með töluvert mikla starfsemi og marga starfsmenn í Köben. Við vorum búnir að sameinast öðrum fyrirtækjum í Danmörku og ég flutti hingað út og með fjölskylduna til að sinna því starfi og svo breyttist það fyrir um áratug. Ég fór út úr því og en ákvað að vera áfram í Kaup- mannahöfn og reyna fyrir mér í öðru. Á þessum tíma hef þjálfað mikið í körfubolta eins og ég gerði í gamla daga, enda Keflvíkingur eins og þú veist og síðan fór ég að bjóða upp á göngur en ég hef alltaf verið að vinna mikið við ráðgjöf líka. Svo fékk Halla kona mín frábært starf sem umsjónarmaður Jónshúss sem gerir það að verkum að við búum á dásamlegum stað og hún er í frá- bærri vinnu. Við höfum það ótrúlega gott hérna.“ KRISTJÁN FJÓRÐI (#42) kóngur í 60 ár, 1588 – 1648, mótaði og ger- breytti Kaupmannahöfn, gerði hana að alvöru borg. Moldríkur í byrjun, kláraði peninginn, þurfti að veðsetja kórónuna. Eignaðist (amk) 25 börn með (amk) 5 konum. Alltaf í stríði og tapaði öllum, nema einu. Samt er Kristján mögulega merkilegasti og vinsælasti kóngur Danmerkur. Fram- sýnn og stórhuga, mikinn áhuga á viðskiptum, vísindum, arkítektúr og borgarþróun. Kaupmannahöfn er heimsfræg fyrir arkítektúr, gamlan og nýjan, og Kristján lagði grunninn. Og þótt 400 ár séu liðin, eru spor Krist- jáns og byggingar út um allt í borginni. Ein af jólahefðunum hjá Royal Copenhagen eru jólaborðin. Í 58 ár hefur ýmsum verið boðið að skreyta jólaborð eftir eigin höfði. Heil hæð er tekin undir jólaborðin. Afar vinsælt. Einn af jólaborðaskreyturum jólin 2020 var smørrebrauðskóngurinn Adam Aamann. Stílhreint og skemmtilegt, væri ekki leiðinlegt að sitja hér ef hann sæi um matinn á borðið. Komin í Tívolí. Hvergi er jólastemmningin jafn ráðandi eins og einmitt þar. Vorum heppin að vera á ferðinni snemma í desember, náðum inn fyrir lokun. Hér er endalaus ljósadýrð, jólatré, jólasveinar, jóladrykkir og jólamatur. Tívolí er fastur partur af jólunum í Kaupmannahöfn, en Tívolí var fyrst opnað um jólin árið 1994. Menn voru óvissir um hvort það væri sniðugt, en nú koma um milljón manns á nokkrum dögum. Hnotubrjóturinn er í stuði á jólunum í Kaupmannahöfn. Ballett í Kon- unglega Leikhúsinu og í Tívolí. Alltaf uppsellt. Reyndum að kaupa miða, vorum þremur mánuðum of sein. Breytir þó litlu núna, öllu aflýst. En sjálfur hnotubrjóturinn er lítill, fínn, trékall sem brýtur hnetur með munn- inum, berst við mýs og vinnur hug lítillar stúlku. Vinsælt jólaskraut, bless- aður, þó svo að ekki brjóti hann hnetur lengur. Hvernig var að þjálfa í Danmörku? „Körfubolti er ekki stærsta íþrótta- grein í Danmörku, knattspyrna, hjól- reiðar, badminton og handbolti eru stórar greinar og körfuboltinn á ekki mikinn séns í svona stórri borg. Það hefur ekki gengið nógu vel að finna styrktaraðila og þá er erfitt að búa til stemningu í kringum þetta. Ég fór að þjálfa í kvennadeildinni og við gerðum það mjög gott og vorum að spila í Evrópukeppni sem var mjög gaman og svo var ég með lands- liðið í nokkur ár, sá bæði um karla og kvennalandsliðið Danmerkur. Karfan er sem sagt ekki stór íþrótt í Kaupmannahöfn er það hins vegar í Árósum og Svenborg, Horsens og víðar.“ Ekki á heimleið Hrannar segist fylgjast vel með því sem er að gerast á heimaslóðum, í Keflavík og á Íslandi og á stóran vina- og ættingjahóp þar. „Við eigum náttúrulega mikið af góðum vinum og fjölskyldum sem búa á Suðurnesjum, foreldrar mínir eru þar og svo auðvitað margir vinir mínir frá körfuboltaárunum í Keflavík, gömlu körfuboltahundarn- ir eins og Gaui Skúla og Siggi Ingi- mundar og fleiri. Við erum í mjög góðu sambandi og við ræðum reglu- lega málin og þá fær maður alltaf fréttir um hvað sé að gerast, hvort sem það er í í körfuboltanum eða pólitíkinni og ýmsu öðru. Án þess að ég liggi eitthvað yfir því þá er ég alveg þokkalega vel með á nótunum um hvernig hlutirnir að gerast heima fyrir.“ Þið eruð sem sagt ekkert á leiðinni heim? „Nei og ef ég haga mér vel og elda góðan mat fyrir Höllu fæ ég að búa í Jónshúsi þannig að ég stefni að því að gera það áfram. Hún stendur sig ótrúlega vel í sínu starfi þannig að við erum ekki á leiðinni heim. Ég vil hvergi annars staðar vera þó að Keflavík sé fínn staður.“ „Ég held að engin borg úti í heimi standi Íslendingum nær en Kaupmannahöfn“ Smurbrauðið er náttúrulega danskara en allt sem danskt er þegar kemur að matargerð. Smur- brauð og bjór er þjóðarétturinn í Danmörku, dásamlega góður matur og hann hefur líka gengið í endur- nýjun lífdaga. Hrannar í Jónshúsi. Söguleg mynd fyrir aftan hann. Fróðleikur af Facebook síðunni Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn. Páll Ketilsson pket@vf.is VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 35

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.