Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 38

Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 38
Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Dalsbraut 15 í Reykjanesbæ. Fer í sölu í byrjun árs 2022. Hugleiðing á aðventu Elín Íris Fanndal, formaður undirbúningsstjórnar kjördæmaráðs Flokks fólksins á Suðurlandi. Á aðventu er okkur venju fremur hugleikið hversu lánsöm við erum sem getum notið þess að undirbúa hátíð ljóss og friðar án þess að kostn- aður setji stórt strik í reikninginn. Eins hugsum við meira til þeirra sem ekki eru í þeim sporum og kvíða jólum. Allt of stór hópur barna og fullorðinna eru því miður þannig settur. Fátækar fjölskyldur, sem hefur ekki tekist að leggja til hliðar fyrir auknum útgjöldum, vanmáttur fátækra og þörfin fyrir aðstoð verður aldrei áþreifanlegri en í desember. Það er að mörgu leyti enn erfiðara að vera fátækur í dag. Börnin okkar finna á annan hátt meira fyrir fá- tækt. Að tilheyra stækkandi hópi fá- tækra breytir ekki því að samfélagið í heildina hefur það betra. Sjálfsagt þykir að gjafir séu veglegar og við þurfum að horfast í augu við þá stað- reynd að meira þarf til að gleðja flest börn í dag. Það er ekki við saklaus börnin að sakast heldur hefur orðið þróun í samfélaginu sem veldur því. Félagslegur þrýstingur vegna fátæktar Börn og unglingar hafa á ákveðnu tímabili mikla þörf fyrir að falla í hópinn, það er hluti af þeirra þroska. Persónulegt dæmi er þegar ég stökk á tilboð á 66°N úlpu fyrir tólf ára gamla dóttur mína. Hún var búin að biðja um þannig úlpu lengi en ég þrjóskaðist við vegna þess hversu mikið úlpan kostar. Svo fann ég þessa fínu en notuðu úlpu á vefnum Brask og brall og keypti hana handa skvísunni. Ráð- villtur svipur hennar þegar ég af- henti henni úlpuna sagði mér allt um líðan hennar. Hún var sjálf himinsæl en myndi vinahópurinn samþykkja úlpuna? Hvað ef þeim fyndist hún ljót? Hún ætlaði ekki að fást til að fara í henni í skólann en ég fékk hana til þess. Svo kom hún alsæl heim, úlpan var sum sé samþykkt af vinunum. Þá fékk ég faðmlag og þakkir fyrir æðislega úlpu sem hún hefur varla farið úr síðan. Þetta atvik minnti mig ræki- lega á hversu sterka þörf börn hafa til að falla í hópinn, sjálfsmyndin er svo brothætt á þessum aldri. Tilvera barna okkar er ekki gerð auðveld á þessu mikilvæga þroskaskeiði. Allt áreitið er stundum nánast óbærilegt og kröfurnar óvægnar. Og hvað með börnin sem eiga fátæka foreldra? Það er ekkert lítið sem þarf útvega til að standast lág- marksviðmið félaga og vina. Sá hópur fær ekki tækifæri til jafns við önnur börn, foreldrar þeirra ná jafnvel ekki endum saman, hvað þá að leggja til hliðar aukalega og álagið á fjölskyldulífið er mikið. Við bætist að fátæk börn eiga mörg hver ekki kost á framhaldsmenntun sem í flestum tilvikum opnar margar dyr að lífsins tækifærum og þykir sjálf- sögð í dag. Þörf á samstöðu Það er alls ekki ómögulegt að horfa fram hjá fátækt á Íslandi vegna þess að á mörgum stöðum erlendis er neyðin algjör. Við sem erum betur fjárhagslega stödd getum rétt hjálp- arhönd erlendis án þess þó að hunsa það að þörf fyrir aðgerðir og breytt hugarfar er líka brýn þegar kemur að fátækum samborgurum okkar. Börnin okkar eru framtíð þessa lands og þau eiga öll sem eitt að hafa jafnan rétt á áhyggjulausri æsku og seinna rétt til jafnra tækifæra hvert sem hugur þeirra stefnir. Við getum öll sammælst um að fá- tækt er böl og gildra sem gríðarlega erfitt er að ná sér úr. Við getum einnig þakkað fyrir það að Flokkur fólksins, sem berst gegn fátækt og spillingu, hefur þegar náð traustvekjandi fylgi á Alþingi eftir magnaðan sigur í haust. Betur má ef duga skal. Við verðum að efla flokkinn enn frekar til að hann nái því að verða það stóra og kraftmikla umbótaafl sem þjóðin þarfnast. Mín trú er sú að við munum sýna áfram fram á öflugt starf á þingi og fylgi okkar muni áfram aukast til hagsbóta fyrir stóran hóp sem bíður enn eftir alvöru úr- bótum. Ágæti lesandi! Ég vil vekja athygli þína á því að Flokkur fólksins hefur nú hafið und- irbúning að stofnun kjördæmisráðs síns á Suðurlandi. Við sem skipum undirbúningsstjórn og tengiliðir okkar erum spennt að hefja störf eftir áramótin og munum að sjálf- sögðu kanna alla möguleika á fram- boði Flokks fólksins í komandi sveit- arstjórnarkosningum. Hafir þú tök á að taka þátt í öflugu og skemmtilegu starfi í þágu þeirra sem minna mega sín ertu velkomin(n) í okkar góða hóp. Árið 2022 verður án efa gjöfult fyrir marga. Hugsjón okkar í Flokki fólksins er að það verði gjöfult fyrir alla. Við erum bjartsýnn og ein- beittur hópur fólks sem ætlar sér að vinna að tímabærri úrlausn þeirra sem hafa orðið undir í þjóðfélagi vel- sældar. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Gleðileg jól og farsælt komandi ár. óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 38 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.