Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 42

Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 42
Einn léttreyktur lambahryggur 200 gr smjör. Aðferð: Lambahryggurinn er settur í eldfast mót ásamt 200 gr af smjöri sem er skorið í bita og sett yfir hrygginn. Hryggurinn er bakaður á 100°C í fjóra klukkutíma. ½ bolla af vatni er ausið yfir hrygginn á klukkutíma fresti. Að því loknu er soðið tekið úr fatinu til sósugerðar. Hækkað er á hryggnum í 160°C í tuttugu mínútur til þess að fá puruna stökka. Soðsósa Soð af hryggnum 2 tsk nautakraftur 1 msk rifsberjahlaup 250 ml rjómi Smá malaður, svartur pipar 100 gr smjör Aðferð: Allt sett í pott nema smjörið. Sósan er hituð að suðumarki (ekki látin sjóða). Sósan þykkt upp með smjörbollu (sósuþykkjara). Sósan látin ná suðumarki svo er slökkt undir og 100 gr af köldu smjöri bætt út í. 6 stk úrbeinaðar rjúpubringur 100 gr ristaðar möndlur Salt og pipar Smjör Aðferð: Kryddið bringurnar með salti og pipar og snöggsteikið á heitri pönnu upp úr olíu og smá smjöri í eina mínútu á hvorri hlið. Takið bringurnar af og látið hvíla í tíu mínútur áður en þær eru skornar. Karamellusósa 100 gr furuhnetur 90 gr sykur 250 gr rjómi 80 gr hvítvín (má sleppa) 100 gr rjómi Salt og pipar eftir smekk. Aðferð: Búin til sykurbráð, 250 gr rjómi sett út á sykurbráðina og aðeins látið taka sig. Síðan er furuhnetunum og hvítvíni bætt út í. Þetta er soðið saman rólega í u.þ.b. tíu mínútur. Því næst er þetta hrært saman með töfrasprota (matvinnsluvél). Í lokin er 100 gr af rjóma bætt út í og smakkað til með salti og pipar. Allt sett fallega upp á disk eða fat með fallegum berjum og öðru sem passar vel við. Brokkolísalat 1 haus brokkolí 2 stilkar vorlaukur 1 bolli þurrkuð trönuber 1 bolli ristaðar furuhnetur Dressing: 500 ml majónes 3 msk sýrður rjómi 2 msk hunang 2 msk appelsínuþykkni Smá salt og nýmalaður pipar Aðferð: Þessu er öllu blandað saman í skál og látið standa í allavega tvo klukkutíma til þess að það „brjóti“ sig. Sykurpúðasalat 1 poki litlir sykurpúðar 1 dós sýrður rjómi 1 lítil dós ananas 1 lítil dós mandarínur 2 msk kókosmjöl Aðferð: Safi af ananas og manda- rínum er sigtaður frá og an- anasinn skorinn í litla bita. Sykurpúðar og annað hrá- efni sett í skál ásamt sýrða rjómanum og blandað varlega saman. Þetta þarf að standa í kæli í allavega tvo klukkutíma. Rósasteiktar rjúpubringur með ristuðum möndlum, karamellusósu og villtum berjum Jóla-Rétturinn Léttreyktur lambahryggur með brúnuðum kartöflum, brokkolísalati og eplasalati Aðalréttur Forréttur Matreiðslumeistararnir Magnús Þórisson og Anton Guðmunds- son á matstofunni Réttinum í Reykjanesbæ hafa tekið saman matseðla með hugmyndum að réttum fyrir jóladagana. Þeir settu saman tvo forrétti, tvo aðalrétti og svo einn eftirrétt, ásamt salötum í meðlæti. 42 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.