Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 44

Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 44
Ekkert hraun hefur runnið úr gíg eldstöðvarinnar í Fagradalsfjalli frá 18. september eða í nærri þrjá mánuði. Talsverður hiti er þó í eldstöðinni og ríkur myndarlega úr henni, enda ekki talin dauð úr öllum æðum þó svo hraunrennsli nái ekki til yfirborðs. Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í nokkrar vikur þar sem skjálftarnir voru taldir í tugum þúsunda og öflugasti skjálftinn var 5,8 stig. Fyrsti gígurinn sem opnaðist í eldstöðinni var sagður ræfilslegur. Síðan opnuðust fleiri gígar en á endanum færðist virknin öll í einn gíg sem hlóðst upp fram á haust og gjörbreytti landslagi á svæðinu en ekki hafði gosið á Reykjanesskag- anum í um 800 ár þar til Fagradalsfjall rumskaði. Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari okkar í Grindavík, var við eldstöðina í Fagradalsfjalli síð- asta föstudag. Þar smellti hann af meðfylgjandi myndum þar sem takast á hitinn í eldstöðinni og vetur konungur. Jón Steinar hefur verið reglu- legur gestur við gosstöðvarnar allt þetta ár og myndað framvindu atburðarins. Jón Steinar Sæmundsson 44 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.