Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 58

Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 58
hefði viljað vera með stelpunum út í glugga í Nesfiski og sjá skipið sigla framhjá. Ég var eiginlega ekki réttu megin. Maður hljóp svo oft út í glugga þegar bátarnir voru að veiða skammt undan landi til að sjá hvaða bátur það væri. Mig vantaði þessa tilfinningu því ég var um borð í skipinu en ekki að horfa á það frá landi. Ég fékk sömu tilfinningu þegar við sigldum framhjá Sandgerði. Ég er vanari því að horfa til hafs en ekki úr skipi til lands. Ég var ekki á réttum stað.“ Nú þegar skipið er komið heim til Íslands hefst alvaran. Það þarf að fara að veiða upp í kostnað. Þorbjörg er spurð að því hvort hún sé búin að safna fyrir skipinu. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég er að fara. Það er annara að standa skil á þessu. Ég er búin að standa skil á mínu,“ segir Bobba og hlær. Ætlar að fylgjast með af hliðarlínunni Bobba er að verða 82 ára og heilsan er góð. „Þess vegna ætla ég að fylgjast með þeim af hliðarlínunni að spjara sig.“ Ferðu í Nesfisk alla daga? „Ég fer þangað hálf átta á morgnana og fæ mér kaffi með verkstjórunum svo ég tapi ekki af neinu sem er að gerast. Það er ég búin að gera í langan tíma. Ég spyr, heyri og veit, það er bara nauðsynlegt.“ Verður breyting á því? „Kannski ekki alveg strax. Kannski er bara hundleiðinlegt að vera heima og horfa hér út. Ég læt bara reyna á það.“ Hver er mesta byltingin á þeim árum sem þú hefur verið í þessu? „Mesta byltingin er eftir, því það hefur enginn farið eftir því sem ég er að segja. Það er nefnilega vanda- málið. Ég vil láta taka allt úr hús- unum og skipuleggja allt upp á nýtt. Þar er hægt að hagræða. Við erum algjörlega stöðnuð í þessu og langt á eftir okkar samtíð. Það er búið að kaupa róbót en þessar kornungu stelpur vilja ekki nota hann og eru sjálfar að lyfta kössum langt upp fyrir sig. Það væri hægt að tækni- væða mun meira í vinnslunni en þegar hefur verið gert. Við gætum líka bara gert út á nýja togarann og lokað frystihúsinu í landi. Þar mætti geyma hjólhýsi og breyta hluta hússins í hótel. Það eru bara lausnir, ekki vandamál. Ef ég væri þrítug á ný gæti ég alveg hugsað mér þetta.“ Gott starfsfólk skapar góðan árangur Bobba segir árin í rekstrinum hafa bæði verið skemmtileg og leiðinleg. „Lífið er bara svoleiðis. Það er sleppur enginn við það. Stundum er gaman og stundum er leiðinlegt en þar hefur alltaf verið árangur.“ Hverju þakkar þú árangurinn? „Það er mannskapnum að þakka. Við höfum alltaf verið með mjög góðan mannskap, mannskapur sem er búinn að vera lengi hjá fyrirtækinu.“ Þegar maður er í rekstri í svona mörg ár, verður vinnan þá að áhugamáli? Áttu þér önnur áhugamál? „Ég hef ekki misst af neinu. Það fór reyndar í taugarnar á mér að ég komst ekki í leikhús fyrstu árin. Þú verður bara að sætta þig við það sem þú hefur. En ég sagði nú lengi vel þegar verið var að spyrja hvernig gengi að ég sagði alltaf að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta eru allt rekið héðan,“ segir Bobba og bendir upp til skaparans. Vendipunktur í starfseminni Nesfiskur er í dag með þrjú- til fjög- urhundruð starfsmenn í vinnslunni í landi og á skipunum sem telja um einn tug. Bobba segir að nú sé vendi- punktur í starfseminni. Málfríður dóttir hennar og Ingi- bergur hennar maður séu farin út úr fyrirtækinu. Hún sé sjálf að segja skilið við fyrirtækið þannig að eftir verða Bergþór sonur hennar og hans innsti kjarni og svo Bergur, sem er uppeldissonur Bobbu. „Þeir verða að hafa þetta fyrir sig og ég ætla bara að horfa á. Ég ætla að hafa skoðun á því sem er að gerast í fyrirtækinu og hlakka til að sjá hvernig gengur með nýja skipið. Í mars ætti að vera komin reynsla á skipið. Ég ætla ekki að loka augum og eyrum,“ segir Þorbjörg Bergs- dóttir, Bobba, að lokum. Mesta byltingin er eftir því það hefur enginn farið eftir því sem ég er að segja. Það er nefnilega vandamálið. Ég vil láta taka allt úr húsunum og skipuleggja allt upp á nýtt. Þar er hægt að hagræða. Við erum algjörlega stöðnuð í þessu og langt á eftir okkar samtíð. Á góðri stund í Vigo á Spáni. Til hliðar er Bobba með Vigdísi Elísdóttur sem var henni til hands og trausts í siglingunni heim. Að neðan er svo skipinu gefið nafn. Myndir úr einkasafni. BOBBA Í NESFISKI FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 58 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.