Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 61

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 61
Lá við hjónaskilnaði „Þegar ég datt í það að búa til hring úr silfurskeið fór ég að leita hér heima, fann box og tók einn hring sem ég sagaði í sundur. Helga var að fljúga og ég sýndi henni þetta stoltur. „Sjáðu hvað þetta er flott, hvað þetta er fallegur hringur,“ segi ég. „Þetta er Renaissance (endurreisnartíma- bilið).“ „Rosalega er þetta fallegur hringur,“ segir hún og heldur áfram: „Bíddu, ég kannast eitthvað við munstrið.“ „Svo fór hún að gramsa í skúffunni hjá sér, sá að það vantaði eina skeið og fann eina sundurskorna hjá mér. Hún kom nánast með tárin í aug- unum og sagði: „Sagaðir þú í sundur ... eyðilagðir þú skeiðina mína?“ Þá var þetta brúðargjöf sem hún hafði fengið en ég bjargaði hjónabandinu með því að kaupa nýja, samskonar skeið,“ segir Óskar kíminn á svip. Enginn hringur eins Handverk Óskars er mjög fallegt og hann vandar til verka við skart- gripasmíðina. „Þetta er nákvæmnis- verk og það þarf að hugsa vel út í það sem maður gerir. Þegar ég geri hringa úr silfurskeiðum þá kveiki ég þær saman til að gera hring. Margir snúa þær bara og þá verða þær ekki hringar heldur svona vafningar en ég geri það ekki. Vandinn er að gló- hita þetta saman án þess að skemma munstrið,“ segir Óskar og sýnir mér fallegan hring sem hann hefur gert úr silfurskeið með Reykjavíkur- munstrinu. Samskeitin eru hvergi sjáanleg og það er ekki að sjá að hringurinn hafi nokkurn tímann verið skeið. „Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi, átti ekki til orð þegar hún sá þetta hjá mér. Hún gengur með þetta flesta daga og bar þetta t.d. í kvöldverðarboði í Höfða þar sem allir borgarfullltrúar voru saman komnir. Þá var hún með hálsmen og hring sem ég bjó til með þessu munstri en í Höfða borða allir með silfurborðbúnaði sem er skreyttur með þessu Reykjavíkurmunstri. Þetta er öndvegissúla Ingólfs Arnar- sonar.“ Er kominn á eftirlaun Óskar er kominn á eftirlaun og hættur að vinna en aðgerðarleysi fer honum ekki vel. „Ég gæti ekki verið að gera ekki neitt. Hvað á maður að fara að gera þegar maður er búinn að vinna alla sína ævi? Á maður bara að setjast fyrir framan sjónvarpið og bíða?,“ spyr hann. Hann hefur gaman af því að vinna við handverkið en svo á golfið huga hans allan yfir sumartímann – og það getur verið tímafrekt. „Fólk hefur verið að segja að ég þurfi að láta vita meira af þessu, ég nenni ekki að fara að vinna út í skúr – ég er kominn á eftirlaun. Þetta er bara hobbý en ef einhverjir vilja kaupa af mér þá er það í góðu lagi því þetta kostar allt saman. Þetta er dýrt hráefni.“ Fólk hefur verið að segja að ég þurfi að láta vita meira af þessu, ég nenni ekki að fara að vinna út í skúr – ég er kominn á eftirlaun ... Hér má sjá hálsmen, hring og skeið með Reykjavíkurmunstrinu. Það er vissulega fallegt og við hæfi að borgarfulltrúi skrýðist því í kvöldverðarboði í Höfða. Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Gleðilega hátíð VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 61

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.