Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 62

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 62
B Í L A K J A R N I N N Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025 var sam- þykkt samhljóða í bæjarstjórn þann 8. desember sl. Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar A- og B hluta eru að heildartekjur eru áætlaðar 4.932,7 mkr., þar af eru skatttekjur af útsvari og fasteignasköttum 3.055,8 mkr. Rekstrargjöld eru áætluð alls 4.530 mkr. og er rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjár- magnsliði 402,7 mkr. Afskriftir eru 250,2 mkr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 149,2 mkr. Rekstrarniðurstaða er jákvæð 3,2 mkr. Veltufé frá rekstri er áætlað 458,1 mkr. Fjárfestingaáætlun ársins 2022 hljóðar upp á alls 806 mkr. Gert er ráð fyrir lántökum að fjárhæð 650 mkr, en lántaka ársins 2021 verður 150 mkr. lægri en gert var ráð fyrir og er sú lántaka færð yfir á árið 2022. Handbært fé í ársok 2022 er áætlað 552,7 mkr. Heildar skuldir eru áætlaðar 3.540,0 mkr. í árslok 2022. Sam- kvæmt fjármálareglu sveitar- stjórnarlaga má skuldahlutfall ekki vera umfram 150% af tekjum, en í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir að skuldahlutfall nettó verði 91,1% og skuldaviðmið skv. reglugerð 502/2012 verði 80,2%. Álagningarhlutfall útsvars og fast- eignaskatta verður óbreytt frá fyrra ári. Í forsendum fjárhagsáætlunar er meðal annars gert ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 3% á árinu 2022, sem er svipuð þróun íbúa- fjölda og er á árinu 2021. Í byrjun desember 2021 eru íbúar Suður- nesjabæjar 3.750 samkvæmt bráða- birgðatölum Þjóðskrár. Eins og að framan greinir hljóðar fjárfestingaáætlun ársins 2022 upp á kr. 806 mkr., í áætluninni eru ýmis verkefni bæði stór og minni. Unnið verður að uppbyggingu á nýjum leikskóla við Byggðaveg í Sandgerði, sem verður stærsta fram- kvæmdin á árinu 2022 og er fram- kvæmdakostnaður á því ári áætlaður 500 mkr. Aðrar helstu fjárfestingar í áætlun ársins 2022 eru meðal annars: • Gert er ráð fyrir að hefja upp- byggingu á gervigrasvelli. • Framkvæmdir verða í leik-og grunnskólum og í íþróttamið- stöð í Sandgerði. • Lokið verður við síðasta áfanga lóðarframkvæmda við Gerðaskóla og áfram haldið við framkvæmdir í Útskálahúsi og umhverfi við Útskálakirkju. • Unnið verður að endurbygg- ingu gatna og frágangi opinna svæða, ásamt göngustígum og hringtorgi á Byggðavegi við aðkomu að nýjum leikskóla. • Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðalóðum verður haldið áfram uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum. • Loks má nefna að lagt verður til stofnframlag vegna upp- byggingar leiguíbúða á vegum Bjargs leigufélags. Fjárhagsáætlun ber með sér að efna- hagsleg staða Suðurnesjabæjar er góð en áfram verður unnið að því markmiði að gæta aðhalds í rekstri. Suðurnesjabær - fjárhagsáætlun Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sam- þykkti bæjarstjórn samhljóða eftir- farandi bókun: Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2022, ásamt rammaáætlun áranna 2023-2025 kemur nú til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjar- stjórn. Forsendur fjárhagsáætlunar bera með sér að áfram verða áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru nokkur í rekstri og efnahag sveitarfélagsins, þótt svo gert sé ráð fyrir að þau áhrif munu fara minnkandi þegar líður inn í árið 2022. Atvinnulífið hefur náð fótfestu á ný eftir mjög neikvæð áhrif faraldursins á atvinnu-og efna- hagslífið undanfarin tæplega tvö ár og er von til þess að á árinu 2022 muni þau áhrif hverfa. Bæjarstjórn lýsir ánægju með að fjárhagsáætlun felur í sér sterka efnahagslega og rekstrarlega stöðu Suðurnesjabæjar, gert er ráð fyrir miklum fjárfestingum á árinu 2022 þar sem áfram er haldið við upp- byggingu á mikilvægum innviðum sveitarfélagsins. Þannig leitast bæjarstjórn meðal annars við að mæta mikilli fjölgun íbúa með það að markmiði að skapa aðstæður til að sveitarfélagið veiti áfram fyrsta flokks þjónustu við íbúana. Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnið verk við vinnslu fjárhagsá- ætlunar og fyrir frábært starf á árinu sem hefur verið erfitt á löngum köflum, enda hafa aðstæður verið vægast sagt óvenjulegar, segir í til- kyningu frá Suðurnesjabæ. Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2022–2025 samþykkt í bæjarstjórn: Sterk staða og miklar fjárfestingar á næsta ári 62 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.