Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 66

Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 66
Eigin sköpun og útgáfa Ljósmyndaverkefnin sem Einar Falur hefur farið í eða tekið að sér hafa verið stór og tímafrek, tekið um þrjú, fjögur ár hvert og hafa yfirleitt endað á bókaútgáfu og sýningum. „Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, bauð mér árið 2006 að halda ljós- myndasýningu í Listasafni Reykja- nesbæjar í Duushúsum árið 2007 á Ljósanótt. Ég sótti um starfslaun listamanna og fékk úthlutað þremur mánuðum í verkefnið. Ég fékk launa- laust leyfi frá Mogganum og hætti þá sem myndstjóri. Einar Falur kallaði verkefnið Aftur þar sem hugmyndin var að snúa aftur á heimaslóðirnar í Keflavík og mynda þær út frá bernskuminningum. „Ég skrifaði tökuhandrit og hvað ég ætlaði að gera, þ.e. finna slóðir bernsku minnar út frá minningum. Ég fékk leyfi til að fara inn á gömlu heimilin mín og mynda gömlu her- bergin mín, ég leitaði að gömlum skólafélögum, kennurum og ætt- ingjum. Ég ákvað að mynda allt á stóra viðarmyndavél með 4x5 tommu litfilmublöðum en það krefst hægra og vandaðra vinnubragða þar sem maður planar allt vel fyrirfram því það er dýrt að taka hverja ein- ustu mynd.“ Verkin voru síðan sýnd á Ljósa- nóttinni 2007 og víðar eftir það, bæði hérlendis sem erlendis. Hefur ekki litið um öxl Einar Falur hefur verið að vinna að stórum og viðamiklum verkefnum síðan 2007. Sögustaðir var eitt þeirra verkefna sem varð að sýningu á Listahátíð 2010 og veglegri bók. „Þar vann ég verkefni eftir vatnslita- myndum sem breski málarinn W.G. Collingwood gerði árið 1897 í Ís- landsheimsókn sinni.“ Úr varð mjög stór sýning sem opnaði í Þjóðminja- safninu og hefur síðan verið sett upp víða um lönd, stærsta útgáfan var i Scandinavia House í New York 2012. „Síðan gerði ég systurverkefni, Landsýn, út frá verkum Johannes Larsen sem var danskur listamaður sem vann hér tvö sumur á Íslandi árin 1927 og 1930 og teiknaði yfir 300 myndir sem voru notaðar sem myndskreytingar í danskri nútíma útgáfu af Íslendingasögum.“ Þriðja verkefnið sem Einar Falur gerir út frá látnum listamanni er verkefni sem hann byrjaði á í sumar. Verkefni snýst um fyrsta íslenska ljósmyndarann og einn af þeim bestu að mati Einars Fals, Sigfús Eymundsson. „Ég kem til með að vinna út frá ljósmyndunum hans, í samvinnu við Þjóðminja- safnið, og er stefnt að sýningu þar árið 2024. Núna mun ég vinna að þessu verkefni í þrjú ár og mynda á sumrin. Síðan fer ár í að gera bókina og undirbúa sýninguna. Ég er nörd, geri handrit og endalausar vinnu- bækur, plön og skissur,“ bætti Einar Falur við. Einar Falur er núna að leggja loka- hönd á verkefni sem er dagbók yfir tuttugu mánaða tímabil, „Um tíma“ heitir það. Þar fjalla ég um líf mitt og fjölskyldunnar og skoða líka minn menningarsögulega bakgrunn, ber að vissu leyti hinn einsleita íslenskan menningarheim saman við stórar menningarmiðjur á heimsvísu.“ Sýningin opnar 15. janúar 2022 í einu af virtustu galleríum landsins, Berg Contemporary og um leið kemur út bók um verkefnið. „Þar stilli ég saman mínu eigin lífi og fjöl- skyldunnar á Íslandi og myndum m.a. frá elstu borg Indlands, Var- anasi, þar sem ég hef unnið talsvert á vinnustofu síðustu ár, og Róm þar sem er hin gamla kristna miðja ís- lenskrar menningar og Egyptalandi. Þarna stilli ég Íslandi á móti þessum þremur gömlum og mikilvægum menningarkjörnum.“ Fjölbreytt útgáfa bóka Einar Falur er ennþá að vinna fyrir Moggann, er þar yfir menningar- deildinni en tekur síðan launalaus leyfi á sumrin til að vinna að eigin verkefnum. „Þá helli ég mér vel und- irbúinn í sköpunina og hef verið svo heppinn að fá listamannalaun í þrjá eða sex mánuði svona annað hvort ár. Án slíkra launa væri afar lítil at- vinnumennska í listum hér á landi.“ Einar Falur hefur á ferðum síðum erlendis haldið dagbók og gaf út fyrir nokkrum árum frá sér bókina „Án vegabréfs“ sem er samansafn skrifa um ferðir hans víða um heiminn ásamt myndum, t.d. segir þar af ferð á norðurpólinn að sækja Harald Örn pólfara, ferð í silfurnámur í Bólivíu, þegar hann kynnti sér hátt í mánuð virkjanaframkvæmdir í Kína, heim- sótti Íslendingadaginn í Kanada, páska í Færeyjum, gekk um Inka- stíginn í Perú – og svo er frásögn um gríðarmikla trúarhátíð í draumalandi hans, Indlandi. Einar Falur hefur á síðustu tuttugu árum átt myndir og eða textann í ellefu bókum um áhugamálið sitt, fluguveiði. Vel skipulagður nörd „Bakgrunnur minn í bókmenntum og ljósmyndun hefur áhrif á hvernig ég vinn og hver afurðin verður úr verkefnunum. Ég vinn eins og kvik- myndagerðarmaður og fylgi eftir tökuhandriti. Ég leggst í nördarann- sókn fyrir stóru verkefnin. Finn réttu nálgunina fyrir hvert skot, finn rétta tóninn – finn minn tón.“ Afraksturinn fyrir Einari Fal þarf að vera áhugaverð samtíma mynd- list í þessum geira ljósmyndunar Úr verkefninu Sögustaðir – Í fótspor W.G. Colingwood. Vatnslitamynd eftir Collingwood frá 19. júní 1897 og ljósmynd Einars Fals frá 29. júní 2009. Á Kumbh Mela trúarhátíðinni við Allahabad á Indlandi á helgasta degi hindúa í 144 ár, 24. janúar 2001. Um 30 milljónir manna voru þar saman komnar. Ég ákvað að mynda allt á stóra viðarmyndavél með 4x5 tommu litfilmublöðum en það krefst hægra og vandaðra vinnubragða þar sem maður planar allt vel fyrirfram ... Einar Falur með 4x5 tommu plötumyndavélina sem hefur verið hans aðaltæki í persónuegum verkefnum í meira en áratug. 66 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.