Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 74

Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 74
Inga Lára Jónsdóttir er mjög mikið jólabarn og á margar skemmtilegar jólaminningar. Hún var dugleg að kaupa jólagjafirnar snemma og í búðum á Suðurnesjum. Inga Lára fer alltaf í skötuveislu í fjölskyldunni en man eftir því þegar hún fór þangað fyrst ung að árum en ekki spennt fyrir skötu. Þá laumaði afi hennar að henni pening svo hún gæti skotist eftir hamborgara. Nafn og starf/staða: Inga Lára Jónsdóttir – markaðsstjóri hjá Lagardère Travel Retail Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Ég keypti flest allar gjafirnar á netinu fyrir þessi jól og í verslunum hérna í Reykjanesbæ. Ég reyni alltaf að vera búin að kaupa allar gjafir í byrjun desember og það tókst hjá mér í ár. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Ég er mjög mikið jólabarn og hef alltaf sett nokkur ljós í gluggana í byrjun nóvember. Síðan bæti ég jafnt og þétt við í nóvember og desember þannig að ég var að byrja á svip- uðum tíma og venjulega að skreyta fyrir þessu jól. Skreytir þú heimilið mikið? Ég er ekki með mjög mikið jólaskraut í hillum en er með töluvert að ljósum til að lýsa upp skammdegið. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmá- köku? Ég hef aldrei bakað mikið fyrir jólin en um þessi jól ætla ég að baka Sörur og lagköku. Ég fæ að sjálfsögðu smá leiðsögn frá mömmu sem bakar allra bestu lagkökuna, hún er í miklu uppáhaldi hjá öllum á heimilinu. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Já ég er með nokkrar fastar jóla- hefðir. Við Guðni förum á allavega eina jólatónleika fyrir jólin, fátt sem kemur mér í jafn mikið jólaskap og ljúfir jólatónar. Síðust ár höfum við farið á Nova-svellið með strákana okkar og þá höfum við oft nýtt ferðina til að finna hið fullkomna jólatré. Skötuveisla hjá föðurfjöl- skyldunni er búin að vera partur af jólunum okkar í mörg ár. Þessi hefð varð til þegar ég var í kringum 10 ára og afi bauð öllum sem höfðu áhuga á að koma til sín í skötu á Þorláks- messu. Ég mætti alltaf en alls ekki til að borða skötu, afi laumaði til mín pening og ég hljóp út í sjoppu og keypti mér hamborgaratilboð. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Eins og ég nefndi hér fyrir ofan þá fer ég alltaf á tónleika fyrir jólin, finnst það vera algjörlega ómissandi. Covid braut þessa hefð í fyrra en sem betur fer ekki aftur þessi jólin. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminn- ingu? Fyrsta jólaminning mín er þegar ég, afi, pabbi og bróðir minn skutl- uðumst með alla pakkana til fjöl- skyldunnar á aðfangadag. Ég og bróðir minn klæddum okkur upp í jólasveinabúninga og nutum þess að hitta frændsystkini okkar sem voru öll að farast úr spenning eins og við. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Já ég hef gert það. Fór alltaf í mið- næturmessu með foreldrum mínum og bræðrum hérna áður fyrr. Fannst það mjög hátíðlegt og partur af jólunum. Ég fór einnig oft með afa mínum heitnum í messu milli jóla og nýárs, honum leið hvergi eins vel og í kirkjunni. Ég hef ekki verið eins dugleg að fara í messu síðustu ár meðan strákarnir mínir eru enn svona litlir en það breytist vonandi á næstu árum. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég man mjög vel eftir því þegar ég fékk nýja kommóðu i herbergið mitt þegar ég var í kringum 10 ára og í kommóðunni leyndust nýjar Lewis gallabuxur. Á þessum tíma var fata- dellan að hellast yfir mig og hefur lítið breyst síðan. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Óskalistinn er ekki langur þessi jólin en mig langar að eignast vöðlur. Strákarnir fengu veiðidelluna í vöggugjöf frá pabba sínum og nú Hljóp eftir hamborgaratilboði í skötuveislunni langar mig að græja mig upp og skella mér með þeim í sumar. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Við verðum með hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og heimagerðan Toblerone ís í eftirrétt. Við ólumst bæði upp við að borða hamborgar- hrygg á aðfangadagskvöld en gætum alveg hugsað okkur að breyta þeirri hefð á næstu árum. 74 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.