Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 78

Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 78
Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir er húsmóðir í Skiphól í Garðinum. Hún er heimavinnandi eins og sagt er, er að jafna sig eftir slys á sjó og bíður þess að komast á Reykjalund í endurhæfingu. Hún sagði sögu sína í Víkurfréttum haustið 2020 en hún hafði misst helming af blóði líkamans og hægri fótur hennar laskaðist mikið eftir árekstur slöngubáts og sæþotu úti fyrir Reykjavíkurhöfn. Bataferlið var erfitt og tók mikið á Kristbjörgu Kamillu. En það voru líka gleðistundir, því í miðjum batanum þá varð hún ófrísk af sínu fyrsta barni. Nú eru fyrstu jólin saman hjá Kristbjörgu Kamillu, Ingibjörgu Aþenu Skiphólsprinsessu og Andrési Péturssyni og því mikill spenningur. Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Langbest að gera þetta allt saman á netinu nýta sér Singles day, Black friday og Cyber monday. Ekkert ves, bara góður kaffibolli, rólegheit og þægileg jólatónlist. Ég fletti i gegnum Heimkaup og Hópkaup fyrir alla krakkana og athuga hvort það sé eitthvað fallegt og skemmtilegt þar annars eru það Samhentir, Lely og Progastro sem eru mínar uppáhalds, ha ha, svo eru það bara verkfæri fyrir kallinn, enda er hann þúsundþjala- smiður. Hvað með jólaskreytingar, voru þær fyrr í ár? Já, ég byrjaði i nóvember. Það eru fyrstu jólin hjá dóttur minni svo ég er að sjálfsögðu extra spennt. Skreytir þú heimilið mikið? Það er millivegur á öllu í lífinu ef það yrði of mikið þá yrði heimilið of krökkt en ég er með marglita jóla- seríur í öllum gluggum, jólagardínur í eldhúsinu og jólasveinanebba á nokkrum stöðum í húsinu. Bakarðu fyrir jólin? Áttu þér uppá- haldssmáköku? Ég geri súkkulaðibitakökur sem eru með gróf söxuðum möndlum og suðusúkkulaði. Svo reyni ég að gera nokkrar sörur. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Já, það er alltaf aligæs og hjá mömmu og við gerum alltaf sósu saman og fáum okkur sitthvort staupglasið af rauðvíni. Svo reyki ég mitt eigið hangikjöt og tvíreykt læri. Hvernig er aðventan, eru hefðir þar? Hefur Covid verið að trufla undirbúning jólanna? Covid hefur ekki truflað okkur neitt því við förum ekki lengra en i næsta hús og það er til mömmu annars er það bara rólegheit. Ég hef engan áhuga á æsing né ferðalögum. Ég er svo heimakær á hátíðum. Eins og ég sagði þá er það bjúgnagerð og hangikjöt sem startar jólafílingnum hjá okkur. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jóla- minningu? Já, jólin 1995, það voru fyrstu jólin hjá mér mömmu og fósturpabba mínum. Mig langaði svo í kórónu sem spilaði tónlist og ég fékk hana í jólagjöf. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Nei það hefur aldrei tíðkast hjá mér. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Klárlega kórónan, hahaha. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Já, ekta kokka hnífa sem ég er reyndar búin að fá. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Í ár er það aligæs á aðfangadag. Á jóladag er hamborgarhryggur eld- aður í rauðvíni, lauk, hvítlauk og fersku rósmarín og timjan. Mín upp- skrift. Annan í jólum er hangikjöt sem ég verka sjálf og reyki með birki og taði. Annars skiptum við alltaf annað hvert ár, gæs og hamborgarhryggur. Í fyrra var þetta öfugt. Svona hefur þetta verið í mörg mörg ár en alltaf hangikjötið okkar á annan í jólum. Fyrstu jólin hjá Skiphólsprinsessunni Blái herinn sendir öllum Suðurnesjamönnum kærar jóla- og nýárskveðjur og þakkar stuðninginn í 26 ár. Sendum starfsmönnum okkar, viðskiptavinum og bæjarbúum öllum okkar bestu jólakveðjur og óskum þeim farsældar á nýju ári. REYKJANESHÖFN 78 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.