Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 80

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 80
Gísli Hlynur Jóhannson, rekstararstjóri Húsasmiðjunnar borðaði jólahangikjötið „rafrænt“ um síðustu jól með systkinum sínum og gerir það aftur í ár. Jólahefðirnar hafa breyst hjá honum og fjölskyldunni og það er mikið skreytt á heimilinu. Jólatónleikarnir eru líka rafrænir í ár hjá Gísla og fjölskyldu sem hér svarar jólaspurningum Víkurfrétta. Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Ég er að tína þetta til svona seinni hluta árs, hér og þar. Lítið að kaupa á netinu. Aðal jólagjafirnar í ár handa barnabörnunum koma frá LEEDS. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Þær byrjuðu fyrr í fyrra en vanalega, flest allir heima út af „Covid“ og svo var þetta svipað nú í ár. Í byrjun nóvember var allt komið á fullt, bæði úti og inni. Skreytir þú heimilið mikið? Já, mjög mikið og höfum við hjónin mjög gaman af því. Barnabörnin fá að njóta þess líka þegar þau koma í heimsókn og þeim finnst spennandi að fá að skoða jólasveinana og leika sér aðeins með þá. Áttu þér uppáhalds smáköku? Mömmu-kökurnar eru alltaf bestar! Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þær hafa aðeins breyst, börnin eru farin að bjóða okkur í mat á að- fangadag. Á jóladag er hangikjöt fyrir fjölskylduna í hádeginu. Síðan höfum við systkinin haldið hangi- kjöts hefð foreldra okkar og skipst á að vera með hangikjöt um kvöldið á jóladag. En Covid hefur sett strik í reikninginn þar. Við prófuðum að vera með þetta á Zoom í fyrra og tókst það bara ágætlega og verður það aftur svoleiðis í ár. Hópurinn okkar systkinanna er þar að nálgast að vera 50 með öllum börnum, tengda-, og barnabörnum. Hvernig er aðventan - hefðir þar? Höfum ofast farið á einhverja tón- leika, en höfum ekki farið núna í þessu Covid ástandi, heldur höfum við bara keypt streymi af tónleikum sem er alveg þægilegt líka. Við bökum nokkrar smákökutegundir, soðið brauð og flatkökur. Við eigum fjögur barnabörn og voru þau öll hjá okkur helgina 10.-12. des. Þá voru bakaðar piparkökur. Málað að sjálf- sögðu og allir jólasveinarnir teknir í gegn og leikið sér með. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jóla- minningu? Spennan var alltaf mikil á að- fangadag og var alltaf tekinn upp einn pakki meðan var verið að ganga frá eftir matinn. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Ég gerði það alltaf með pabba þegar hann var á lífi, þá fórum við í messu kl. 18:00 og mamma sá um að klára undirbúninginn. Svona í seinni tíð höfum við ég og konan mín stundum farið í miðnæturmessu. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Það eru gjafir frá börnunum, þá sér- staklega myndir af börnunum okkar og fjölskyldu. Líka myndir á dagatali frá þeim frá liðnu ári. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Skemmtilegast að fá myndir af börnum okkar, barnabörnunum of fjölskyldu. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það voru hefðir með hamborgar- hrygg, en hefur minnkað mikið. Hreindýrið er að yfirtaka gömlu hefðina. Jólahangkjötið borðað á Zoom Afsláttur á gjöldum fyrir for- eldra fjölbura hjá dagforeldrum í Reykjanesbæ var tekinn fyrir í bæjarráði Reykjanesbæjar á dögunum. Lagðar voru fram til- lögur um að foreldrar fjölbura fái sama afslátt hjá dagforeldrum og gildir um systkini í leik- skólum. Niðurgreiðsla Reykjanesbæjar með hverju barni er 65 þúsund krónur á mánuði. Hlutur foreldra hefur verið 65 til 70 þúsund krónur. Lagt er til að foreldrar fjölbura fái sama afslátt hjá dag- foreldrum og gildir um systkini í leikskólum. Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur. Tillaga 1: Fyrsta barn hjá dag- foreldri fái almenna niðurgreiðslu frá Reykjanesbæ, kr. 65.000,- Annað barn fái 50% afslátt og niðurgreiðsla Reykjanesbæjar verði því kr. 97.500,- og þriðja barn fái frítt gjald sem gerir hlut Reykjanesbæjar kr. 130.000,- Athugið að þessar tölur miðast við núgildandi niðurgreiðslur sem renna beint til dagforeldr- isins. Foreldrar greiða dagfor- eldrinu sinn hlut. Tillaga 2: Foreldrar fjölbura, sem ekki fá pláss hjá dagforeldri strax þegar fullu fæðingarorlofi lýkur, geta sótt um að fá styrk sem nemur sömu upphæð og sveitarfélagið leggur fram hverju sinni. Slíkri beiðni þarf að fylgja staðfesting á plássi frá dagforeldri með upplýsingum um hvenær barnið muni komast að. Foreldrar fjölbura fái afslátt Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða. 80 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.