Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 42
(sjá einnig umræðu hjá Heimi F. Viðarssyni 2017a, væntanl., Booth 2018
og í 5. kafla hér á eftir).
Þótt söguleg þróun í innbyrðis röð andlaga hafi fengið töluverða athygli
í rannsóknum á málum á borð við ensku (sjá t.d. Koopman 1993 og Allen
1995 um fornensku; McFadden 2002, Polo 2002 og Allen 2006 um mið -
ensku) er mun minna vitað um þróunina í íslensku. Hefðbundnar hand-
bækur um forníslensku benda á að röð liðanna er breytileg (sjá t.d. Falk
og Torp 1900:16–17, Faarlund 2004:165–166) og Eiríkur Rögnvaldsson
(1994–1995:36) sýnir eftirfarandi yfirlit um möguleikana í forníslensku
með persónubeygðri sögn og einni sögn í fallhætti (sjá einnig yfirlit hjá
Eiríki Rögnvaldssyni 2005:627; merkingum innan sviga bætt við):
(9) a. (X) – Soph – Soaðal – Nlóa – Nlba (sa-röð, óa-ba)
b. (X) – Soph – Nlóa – Soaðal – Nlba (t3-röð, óa-ba)
c. (X) – Soph – Nlba – Soaðal – Nlóa (t3-röð, ba-óa)
d. (X) – Soph – Nlóa – Nlba – Soaðal (as-röð, ba-óa)
Í athugun Þorbjargar Hróarsdóttur (2000:308) og hjá Haugan (2000) kemur
fram að breytileiki af þessu tagi birtist í forníslensku með sama flokki
tveggja andlaga sagna og í nútímamáli, þ.e. hefðbundnum þgf-þf/gefa-
sögnum. Faarlund (2004:165–166) nefnir einnig að röð þágufalls við tak -
anda og þolfallsþema sé breytileg en að eignarfallsliðir komi yfirleitt síð -
astir nafnliðarfylliliða. Haugan (2000:165–167) kannaði síðan sérstaklega
fjórar sagnir í forníslensku með öðru fallmynstri en þgf-þf úr flokki
ósamhverfra skila/ræna-sagna og komst að þeirri niðurstöðu að röðin væri
föst með þessum sögnum rétt eins og í nútímamáli.
Erfitt er að átta sig af fyrri skrifum á hve algeng röðin ba-óa er and-
spænis óa-ba en hlutfallið virðist ekki vera mjög hátt ef marka má gagna-
söfn Þorbjargar og Haugans. Athuganir á fornensku benda til að hlutfall
ba-óa og óa-ba hafi verið tiltölulega jafnt og að ba-óa hafi birst í á bilinu
40% (Koopman 1993) til 54% tilfella (Allen 1995). Þetta hlutfall er nokkuð
hliðstætt niðurstöðum mínum um elstu íslensku hér á eftir (sbr. 4. kafla,
mynd 1). Hafa verður í huga að sögulegar athuganir á orðaröð sagnliðarins
í íslensku hafa miðast við að kanna as/sa-orðaröðina en ekki beinst sér-
staklega að röð andlaganna innbyrðis. Þetta setur sitt mark á dæmasöfn-
unina og gögn Þorbjargar og Haugans innihalda m.a. dæmi með fornöfn-
um sem rétt er að sleppa eða a.m.k. kanna sérstaklega.8 Þessar athuganir
Heimir F. Viðarsson42
8 Í athugun á as/sa þarf auk þess að takmarka dæmasöfnun við umhverfi þar sem eru
a.m.k. tvær sagnir eins og í (9), því umhverfi með aðeins einni sögn (í persónuhætti)