Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 87
svokallaðri stofnmynd.16 Þegar stofninn er hluti stofnsamsetningar er
hann ekki merktur beygingarlegum þáttum öndvert við stofninn þegar
hann er hluti af beygingardæmi (sbr. einnig umræðuna í kafla 2.2). Þetta
hefði þá einnig í för með sér að stofninn væri ekki merktur orðflokki á
því stigi en það er þó óljósara hvernig fara eigi með það atriði. Markmiðið
með tilgátunni er að skýra tvennt: Í fyrsta lagi hvers eðlis stofninn er í stofn-
samsetningum og í öðru lagi að skýra mun stofnsamsetninga og eignar falls -
samsetninga.
Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að gera grein fyrir mismun-
andi stigum afleiðslunnar í málkerfinu og er það gert í kafla 4.2. Í 4.3 er
sett fram tilgáta um uppruna stofnsins og þá um leið skýrt hvernig mynd-
un stofnsamsetninga er hugsuð út frá tilgátunni. Í 4.4 eru svo helstu atriði
kaflans dregin saman.
4.2 Mismunandi stig afleiðslunnar
Í hefðbundinni generatífri orðhlutafræði var gert ráð fyrir þremur stigum
í hinni málfræðilegu afleiðslu, sbr. Eirík Rögnvaldsson (1990:43), orða -
safnsmynd, beygingarmynd og hljóðkerfismynd, en hér verður bætt við
fjórða stiginu, framburðarmynd. Orðasafnsmynd er sú mynd orðsins sem
er geymd í orðasafni ásamt nefnifallsendingu sem er hin hlutlausa eða
ómarkaða beygingarending. Mismunandi beygingarmyndir verða til þeg -
ar nefnifallsendingu orðasafnsmyndarinnar er skipt út fyrir beygingar -
endingu sem ræðst af stöðu orðsins í setningunni. Á þessu stigi virka
einnig hljóðbeygingarreglur, þ.e. hljóðreglur sem eru bundnar af beygingar -
þáttum eins og falli og tölu, t.d. i-hljóðvarp (sjá m.a. Eirík Rögn valdsson
1990:52–54 og Þorstein G. Indriðason 1994:100), en einnig beygingarlegt
u-hljóðvarp, t.d. víxlin í land(et.) – lönd(ft.) og flatur(kk.) – flöt(kvk.), sjá
Eirík Rögnvaldsson (1981). Hljóðkerfismyndin, eða hin hefðbundna bak -
læga gerð beygingardæmisins, er þá beygingarmyndin (með hljóðbeyging-
arreglum) án þess að hljóðkerfisreglur hafi virkað á hana (sjá ýmsar hug-
myndir um baklægar gerðir hjá Chomsky og Halle 1968, Kenstowicz og
Kisseberth 1979, Kiparsky 1982, Anderson 1985 og Cole og Hualde 2011).
Þegar hljóðkerfisreglur hafa virkað á hljóðkerfismyndina verður til fram-
burðarmynd orðsins í framburðarhluta málkerfisins þar sem framburður
orðsins er nánar ákvarðaður og aðlagaður stöðu orðsins í setningunni
Leitin að stofninum 87
16 Með málkerfi er hér átt við orðasafn, beygingarhluta, orðmyndunarhluta og hljóð -
kerfis hluta, þ.e. þá hluta sem koma við sögu í orðmynduninni.