Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 192
málinu. Meðal annars af þessari ástæðu finnst mér rökréttara að rekja endinguna
-i í nf. et. karlkenndra n-stofna í norrænu til frgerm. *-ǣn < ie. *-ēn. Það þýðir að
við hljótum að hafa haft afkomanda þessarar endingar í frumnorrænu. Ég tilheyri
þeim hópi fræðimanna sem telja að þessi ending hafi verið [-æ̃ː] (nefjað langt opið
e) í eldri frumnorrænu og táknuð með ás-rúninni, sem væntanlega hét *ā̃suR (<
frgerm. *ansuz) á þeim tíma. Í öllu falli var a-ið í heiti rúnarinnar skynjað sem
nefjað hljóð. Og því hefði táknun endingarinnar [-æ̃ː] með ás-rúninni verið í sam-
ræmi við hina akrófónísku meginreglu rúnaheitanna.8 Í þessu sambandi má
benda á orðmyndina talgida (Udby) fyrir *talgiðǣ, einnig swestar (Tune) sem að
öllum líkindum stendur fyrir *swestǣr.
9. Skerping í frumgermönsku
Á bls. 64 er rætt um Holzmannslögmál eða „skerpingu“ hálfsérhljóðanna j og w í
frumgermönsku, sem felst í lengingu þeirra á milli sérhljóða, og eru hljóðkerfis -
leg skilyrði þessa fyrirbæris sögð óleyst vandamál. Þó er sú skoðun ríkjandi meðal
indóevrópskufræðinga í dag að orðmyndir sem hér um ræðir hafi haft hálfsér-
hljóð og laryngala í stöðu á milli sérhljóða á forstigi frumgermönsku (sbr. t.d.
Stiles 2017:900). Þróuninni má lýsa með eftirfarandi hætti: frie. EU̯HV (E =
e, o, a; U̯ = , ; H = laryngali) > frgerm. EWWV (E = e, a; W = j, w); sbr. frie.
*óh1-u- ‘veggur’ > frgerm. *wajju- (gotn. waddjus, físl. veggr); forfrgerm.
*kóh2-e/o- ‘höggva’ > frgerm. *hawwe/a- (fhþ. houuan, fe. hēawan, físl. hǫggva).
Sjálfum finnst mér eðlilegast að líta svo á að hér hafi samlögun hálfsérhljóðs (sem
síðari þáttar tvíhljóðs) og laryngala átt sér stað sem miðaði að því að varðveita tví-
hljóð viðkomandi orðmynda. — Það sem sagt er um skerpingu eða Holz manns -
lögmál í viðauka á bls. 153 þarf einnig að endurskoða.
10. Veikar sagnir eftir 3. flokki í frumnorrænu
Á bls. 70 eru nafnháttur og þátíð veikra sagna eftir 3. flokki, þ.e. ē-sagna, í frum-
norrænu sýnd með dæmunum *dugēn (> fnorr. duga) og *dugidē (> fnorr. dugði).
Hvorug myndin er rétt. Í frumnorrænu höfðu sagnir sem beygðust reglulega eftir
þessum flokki upprunalega sömu stofnbrigðavíxl og samsvarandi sagnir í gotn -
esku, þ.e. stofnmyndir þeirra enduðu ýmist á -ai- (> -ē-) eða -a-. Í 3. p. et. og flt.
fh. nt. voru endingar þeirra *-aiþ > *-ēþ og *-anþ > *-an(n) (sbr. gotn. habaiþ :
haband). Eins og kunnugt er hafa 3. p. flt. fh. nt., lh. nt. og nh. sama stofnsérhljóð
(sbr. gotn. haband, habands, haban). Í frumnorrænu er lh. nt. af ē-sögninni *witan
‘hafa auga á e-u, gefa gætur að e-u’ (sem samsvarar gotn. witan) varðveittur sem
forliður í samsetta orðinu witadahalaiban (Tune) = witand-a-hlaiƀan (þgf. et.)
‘*vitandhleifi, brauðvörður’ (þetta viðurnefni samsvarar merkingarlega fe. hlāford
> ne. lord). Af þessum forlið má draga þá ályktun að 3. p. flt. fh. nt. hafi í frum-
Ritdómar192
8 Um þetta sjá Jón Axel Harðarson (2005:225–228) með tilvísunum.