Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 117
-klefi (19s), -læknir (20f ) og geðveikralækna-félag (20m),
-mál (20f), -nýlenda (20f), -samkunda (20s), -sjúkdómur (20f),
-sjúkrahús (19s), -skýrsla (20f), -spítali (19m), -stofnun (19s),
-vörður (20m); holdsveikra-hús (19s), -hæli (19s), -læknir (*19f),
-nýlenda (*20m), -sjúkrahús (*19m), -spítali (19s), -tala (20f), -taln -
ing (19s); sinnisveikra-hús (19m), -spítali (19s)
v. villtur (1): húsvilltra-hæli (20f)
x. vitskertur (4): vitskertra-hús (19s), -hæli (20f), -spítali (19s), -stofn -
un (19s20f)
y. þýskur (1): Þýskramanna-land (19f)
Eignarfallssamsetningar með lýsingarorð sem fyrri lið koma fyrst fyrir og
eru að mestu leyti dreifðar yfir 19. og 20. öld, einungis örfá orð eru frá 18.
öld og eitt frá 17. öld. Þetta er forvitnilegt því að svo kann að virðast sem
orð/orðasambönd eins og þau sem dæmi eru um í fornu máli (dauðra-
mannaumbúnaðr, dauðra manna líkamr o.s.frv.) hafi horfið í lok forn-
málstímans, nánast um siðskipti, og svo hafi liðið umtalsverður tími, ein
tvöhunduð ár, þar til eignarfallssamsetningar með lýsingarorði og nafn-
orði kviknuðu til lífs, ef svo má að orði komast. Þó að stöku dæmi séu til
um hvort tveggja, eignarfallssamsetningarnar í fornu máli (heilagramessa)
og samsetningar eða orðasambönd með nafnorðshlutanum manna (eða
öðru sambærilegu) í yngra máli (fátækramannalög), þá eru það undantekn-
ingar. Spyrja mætti hvort öruggt sé þá að þær síðarnefndu, eignarfallssam-
setningarnar, séu beinir arftakar fornmálssamsetninganna eða -orðasam-
bandanna, en þeirri spurningu verður ekki svarað að þessu sinni, né það
skýrt hvað kann að hafa valdið þessari töf á milli fyrirbæranna tveggja.
Sem fyrr segir eru eiginlegar frumsamsetningar um 320 alls. Fyrri
liðurinn er þá í langflestum tilfellum lýsingarorðið eitt í ef.ft. án eftirfar-
andi nafnorðs (-manna- eða því um líkt), t.d. blindra-hundur, fátækra-styrk-
ur, en í sumum tilfellum samsett lýsingarorð, t.d. daufdumbra-kennari,
vitlausra-hæli, berklaveikra-stofa. Báðir þessir samsetningarkostir eru sam-
bærilegir að því leyti að hið ákvarðandi lýsingarorð í ef.ft. stendur í nafn-
orðshlutverki sem næsti liður á undan höfuðlið samsetningarinnar.
Fáein vafadæmi er þarna að finna, svo sem fátækravinnuhús sem ekki
er fullljóst hvort greina bæri merkingarlega sem ‘vinnuhús fátækra’ eða
‘hús fátækravinnu’, og blindrabókasafn og heyrnardaufravinafélag sem við
teljum þó að helst beri að greina sem ‘bókasafn blindra’ og ‘vinafélag
heyrnar daufra’ og að þau séu því sambærileg við ofangreind orð með ósam -
settan eignarfallslið.
Eignarfallssamsetningar með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið 117